Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Skipun Fagráðs HSU til næstu þriggja ára

27. janúar 2026

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur skipað nýtt sjö manna fagráð til næstu þriggja ára.

Hlutverk fagráðsins er að vera ráðgefandi vettvangur um faglega þróun og gæði þjónustu innan HSU. Ráðið skal stuðla að framþróun og faglegri umræðu þvert á starfsemi stofnunarinnar, með hag sjúklinga og samfélagsins að leiðarljósi.

Í fagráðinu sitja Andri Jón Heide, yfirlæknir á bráðamóttöku HSU, Aníta Ársælsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum, Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á heilsugæslunni á Selfossi, Björn Jakob Magnússon, læknir á heilsugæslunni á Selfossi, Lóa Björk Óskarsdóttir, yfirlífeindafræðingur, Sverrir Örn Jónsson, sjúkraflutningamaður og Þórhildur Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur og flæðisstjóri.

Við skipun fagráðsins var lögð áhersla á fjölbreytta þekkingu, reynslu og sjónarhorn úr ólíkum faggreinum innan heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið er að styrkja faglegt samtal, styðja við markvissa ákvörðunartöku og efla gæði þjónustu HSU til framtíðar.

Með skipun nýs fagráðs hefst nýtt starfstímabil í faglegu samráði innan HSU, í framhaldi af góðu starfi fyrra fagráðs. Ég vil þakka fráfarandi fagráði fyrir gott samstarf og um leið bjóða nýja fulltrúa velkomna til starfa í fagráði HSU. Í ráðinu situr öflugt og fjölbreytt teymi fagfólks sem mun án efa leggja mikilvægt af mörkum við áframhaldandi þróun og eflingu HSU, segir forstjóri HSU.