Samþætt heimaþjónusta fyrir eldra fólk í Árborg
6. maí 2025
Frétt

Í gær var undirritað samkomulag á milli HSU og Árborgar um samþætta heimaþjónustu sem er gert á grundvelli þróunarverkefnisins Gott að Eldast sem er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda. Samkomulagið var staðfest í Árborg í gær. Viðstödd voru Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, og Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, auk fjölda gesta.
Liður í samþættingu heimaþjónustunnar í Árborg er að koma upp sérstöku móttöku- og matsteymi þar sem fulltrúar HSU og fulltrúar félagslegrar stuðningsþjónustu Árborgar fara yfir sameiginlegar umsóknir vikulega. Einnig er unnið að því að koma upp einni þjónustugátt fyrir allar beiðnir. Með þessu samstarfi tryggjum við að þjónustan sé veitt á réttum tíma, af réttum aðilum og með heildstæða sýn á þarfir hvers og eins. Þetta er mikilvægt skref í átt að samfelldri og einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem heilbrigðis- og félagsþjónusta vinna saman í þágu notandans.

Díana Óskarsdóttir, Inga Sæland og Bragi Bjarnason skrifa undir

Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg

Herdís Björnsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og starfsmaður Gott að eldast

Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og Guðbjörg Pálsdóttir, iðjuþjálfi hjá félagslegri stuðningsþjónustu Árborgar, kynna samkomulagið og samvinnu milli stofnana
