Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Samstíga að góðri heilsu - Íbúafundur í Rangárþingi

7. nóvember 2025

Þann 5. nóvember síðastliðinn var haldinn íbúafundur í Rangárþingi í samstarfi við Ásahrepp og Rangárþing eystra og ytra undir yfirskriftinni Samstíga að góðri heilsu. Markmið fundarins var að ná samtali með það fyrir augum að byggja upp sameiginlega framtíðarsýn með heilsu og vellíðan að leiðarljósi. 

Vel var sótt á fundinn

Anton Kári Halldórsson sá um fundarstjórn. Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, hóf fundinn á kynningu á stofnuninni með sérstaka áherslu á heilsugæsluna í Rangárþingi. Hún fór meðal annars yfir niðurstöður þjónustukönnunar ríkisins þar sem heilsugæslan í Rangárþingi fær frábæra einkunn frá þjónustuþegum sínum eða 4,7 af 5 mögulegum.  

Á fundinum urðu líflegar og uppbyggilegar umræður um læknamönnun, aukið samstarf við sveitarfélög, heilsueflingu íbúa og þróun heilsugæslu. Einnig var rætt um skipulag þjónustu og tækifæri til aukinnar nýsköpunar. 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar öllum sem mættu á fundinn kærlega fyrir þátttökuna og framlag sitt til málefnanna.