Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Nýr yfirlæknir í Rangárþingi

2. september 2025

Frétt

Bjarni Valtýsson hefur verið ráðinn sem yfirlæknir í Rangárþingi og hóf störf 1. september.

Bjarni lauk námi við læknadeild HÍ árið 1983 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í svæfinga- og gjörgæslulækningum árið 1989. Hann hefur starfað á sjúkrahúsum bæði hér heima og erlendis. Auk þess starfað á einkareknum læknastofum í Reykjavík. Meðfram svæfingum hefur Bjarni unnið við sérhæfða verkjameðferð í áratugi.

Undanfarin ár hefur hann starfað reglulega á heilsugæslunni í Rangárþingi sem heilsugæslulæknir.

Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn í okkar lið.