Nýir læknar í Rangárþingi
14. mars 2025
Tveir nýir læknar taka til starfa í Rangárþingi


Í Rangárþingi hefur Kari Wessel Larsen tekið til starfa og í apríl mun Ingunn Henriksen Leeber bætast í starfsmannahópinn. Þær eru báðar norskar og hafa áralanga reynslu sem heimilislæknar.
Kari er einnig sérhæfð í lífvísindum og hefur sótt fjölmörg námskeið sem meðal annars tengjast bráðaþjónustu. Hún hefur mikla reynslu af því að starfa í dreifbýlum héruðum sem reiða sig á bráðaþjónustu.
Ingunn er heimilslæknir og hefur líkt og Kari mikla reynslu af bæði heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni í Noregi auk bráðaþjónustu.
Þær eru spenntar fyrir því að taka á móti skjólstæðingum HSU á heilsugæslunni í Rangárþingi og hafa báðar nú þegar hafið nám í íslensku. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa hjá HSU.

