Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Móberg fær umhverfisverðlaun Árborgar 2024

19. ágúst 2024

Hjúkrunarheimilið Móberg var valin snyrtilegasta stofnunin í Árborg þetta árið og fékk viðurkenninguna afhenta nýverið.

umhverfisverðlaun Móberg1

Fulltrúar frá Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar þau Daníel Leó Ólason og Þórhildur Ingvadóttir afhentu s.l. föstudag, þann 16. ágúst, umhverfisviðurkenningu ársins 2024 til hjúkrunarheimilisins Móbergs. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU, Ásta Tryggvadóttir deildarstjóri Móbergs og Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSU veittu viðurkenningunni viðtöku.

Hjúkrunarheimilið Móberg var tekið í notkun árið 2022 og er tveggja hæða hringlaga bygging með inngarði í miðju hringsins. Heimilið er rekið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands og eru hjúkrunarrýmin 60 talsins og skiptast í fimm heimiliseiningar.

Hugmyndin byggir á hringlaga formi sem umvefur heimilið og rammar inn starfsemina. Unnið er út frá þeim kostum sem þetta byggingarform gefur hvað varðar sjónræna tengingu inn á sameiginleg svæði, fjallahringinn og næsta umhverfi.

Móberg 2
Móberg 3
móberg 4