Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Milou fósturhjartsláttarkerfið komið til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

18. nóvember 2025

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú tekið við Milou hugbúnaðinum, sem er gjöf frá Kvenfélagssambandi Íslands til allra fæðingarstaða landsins. Milou er rafrænt og nettengt fósturhjartsláttarkerfi sem býður upp á miðlæga skráningu og greiningu á hjartsláttarriti fósturs, og markar stórt tækniskref í fæðingarþjónustu landsbyggðarinnar.

Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir fyrir miðju, ásamt Dagmar Elínu Sigurðardóttur forseta Kvenfélagssambands Íslands til vinstri og Elínborgu Sigurðardóttur sem fór fyrir afmælisnefnd

HSU í Vestmannaeyjum var fyrst til að taka við búnaðinum af starfsstöðvum HSU. “Sú afhending undirstrikar markmið búnaðarins sem er að gefa verðandi mæðrum og stækkandi fjölskyldum kleift að vera eins mikið heima hjá sér og unnt er á þessum síðustu metrum meðgöngunnar, og sparar þeim þar með tíð og gjarnan kostnaðarsöm ferðalög ef hægt er að komast hjá því” segir Björk Steindórsdóttir yfrirljósmóðir á HSU.

Að sögn Bjarkar hefur kerfið verið í þróun í fimm ár og er innleiðing þess mikilvægur áfangi. Með Milou geta ljósmæður á landsbyggðinni tengst rafrænt við sérfræðinga á Landspítalanum, leitað álits og deilt gögnum á öruggan og skilvirkan hátt. Þetta eykur öryggi fyrir konur, starfsfólk og ekki síst fyrir ljósmæður sem starfa sumar einar á landsbyggðinni.

„Við sem störfum á landsbyggðinni sjáum fram á aukinn faglegan stuðning og betri þjónustu fyrir fjölskyldur,“ segir Björk. Kerfið gerir kleift að varpa hjartsláttarritum á miðlægan skjá, t.d. í vaktherbergi, og skoða þau á tölvuskjám. Rafræn vistun gagna tryggir betri öryggi og endingargildi en áður, og kerfið býður upp á kerfisbundna flokkun og greiningu. Þar sem Milou er nettengt geta fæðingarstaðir deilt ritum sín á milli og veitt gagnkvæma ráðgjöf.

“Samhliða þessari innleiðingu hefur Höfn einnig fengið afhendan heyrnamæli og gulumæli sem er ungbarnavernd á svæðinu ómetanleg viðbót í þeirra starfi.” segir Björk.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar Kvenfélagi Íslands og öllum þeim konum sem stóðu að söfnuninni kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem mun ekki bara nýtast í starfsemi HSU heldur bætir þjónustu og öryggi íbúa á Suðurlandi.