Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Listafólk úr Sunnulækjarskóla sína listaverk sín á hjúkrunarheimilinu Móbergi

8. september 2025

List

Ungt listafólk úr 4. bekk í Sunnulækjarskóla eru með sýningu á listaverkum sínum á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Myndirnar eru unnar úr þurrpastel-litum.

Móberg og Sunnulækjarskóli hafa hafið samstarf þar sem nemendur setja reglulega upp sýningu á list sinni fyrir áhugasama. Sýningarnar verða því reglulegur hluti af menningarlífi hjúkrunarheimilisins.

Við hvetjum öll til að skoða listaverkin hjá þessu flotta listafólki!