Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Lionsklúbbur Selfoss og Emblurnar gefa til HSU

31. október 2022

þann 27. október 2022 afhenti Lionsklúbburinn Embla og Lionsklúbbur Selfoss formlega til Lyflækningadeildar HSU á Selfossi líknarrúm af nýjustu gerð ásamt náttborði, loftdýnu og fleiri fylgihlutum.

Lionskúbbur Selfoss og Emblurnar gefa til HSU

Heildarandvirði gjafarinnar er 1.725.190.  Rúmið var tekið í notkun núna á haustmánuðum og hefur það nú þegar sannað gildi sitt. Rúmið er svokallað veltirúm sem léttir alla umönnun sjúklings og auðveldar starfsfólki að sinna honum á sem allra besta hátt.  Á deildinni er mikið lagt upp með að sinna líknarhjúkrun sem best og það er því algjörlega ómetanlegt að finna stuðning við það starf á þennan hátt. 

Starfsfólk Lyflækningadeildarinnar þakkar kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hvetur Sunnlendinga að styrkja við gott starf Lionsklúbbana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lionsklúbbarnir styðja við bakið á HSU og er stofnunin einstaklega gæfusöm að eiga svona góða bakhjarla.