Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Kvenfélagið Líkn gefur til HSU

21. maí 2024

Höfðinglegar gjafir frá Kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum

takk

Í síðustu viku komu konur frá Kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum í heimsókn á Sjúkradeildina og á Hraunbúðir í Vestmannaeyjum og færðu deildunum góðar gjafir.

Þær færðu hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum að gjöf CRP mæli. Þessi gjöf kemur sér einstaklega vel fyrir heimilið. Una Sigríður Ásmundsdóttir veitti gjöfinni viðtöku. Verðmæti gjafarinnar er kr. 122.872.

Sjúkradeildinni færðu þær 20 sjónvörp á alla deildina, auk 8 heyrnatóla og sjónvarpskerfis. Sjónvarpstækin bæta til muna afþreyingu skjólstæðinga deildarinnar og kerfið er allt mjög einfalt og þægilegt í notkun. Gyða Arnórsdóttir deildarstjóri og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga veittu gjöfinni viðtöku. Heildarverðmæti gjafarinnar er kr. 3.450.567.

Kvenfélagið Líkn er einn af sterkum bakhjörlum HSU og hefur í gegnum árin stutt ötullega við bakið á starfseminni í Vestmannaeyjum með gjafmildi sinni. Gjafir eins og þessar verða seint fullþakkaðar og eru mikill styrkur fyrir starfsfólkið og starfsemina.

Þökkum þessum heiðurskonum innilega fyrir gjafirnar og óskum öllum Líknarkonum velfarnaðar í sínu góða starfi um ókomna tíð.

Líkn gefur
Líkn gefur til sjúkradeildar
Líkn gefur til sjúkradeildar