Krabbavörn í Vestmannaeyjum gefur til HSU
30. maí 2024
Krabbavörn Vestmannaeyja afhenti nýverið Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum veglega gjöf fyrir dagdeild lyfjagjafa, en undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á lyfjagjafaherbergi á annari hæð í húsnæði stofnunarinnar.
Með þessari gjöf vonast Krabbavörn til þess að þeir sem þurfa á lyfjagjöf að halda geti liðið vel í notalegu umhverfi meðan á lyfjagöf stendur.
Sigurbjörg Óskarsdóttir formaður Krabbavarnar afhenti Gyðu Arnórsdóttir deildarstjóra HSU gjöfina. Gjöf félagsins samanstendur af tveimur lyfjagjafastólum ásamt eftirfarandi; Lamp, IV pole Patient table og USB port ásamt lyfja dælum. Rafmagns skrifborð, skrifborðstól, móttökustól, fjögur teppi/yfirbreiðslur, tvö hitateppi fyrir axlir, tvo fótaverma, tvö sjónvörp ásamt tveimur þráðlausum heyrnatólum, gardínur, veggfestur armur útdraganlegur, veggfest hvítt tjald, ljósmynd eftir Óskar Pétur Friðriksson og listaverkið “Það er von“ eftir Helgu Jónsdóttur.
Gjafir eins og þessar verða seint fullþakkaðar og eru mikill styrkur fyrir starfsfólkið og starfsemina alla.
Þökkum Krabbavörn innilega fyrir gjafirnar og óskum félaginu velfarnaðar í sínu góða starfi um ókomna tíð.
Meðf. ljósmyndir tók blaðamaður Tíguls í Vestmannaeyjum.