Kiwanis, Oddfellow og Líkn gáfu gulumælir
13. júní 2023
Rausnarleg gjöf
Kiwanisklúbburinn Helgafell, Kvenfélagið Líkn, Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og
Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. afhentu í dag Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum mæli til mælingar á gulu í ungabörnum. Rausnarleg gjöf að andvirði 1,5 milljónir.
Mælarnir eru mikilvægir til að meta hvort gula sé að koma fram og þá meðhöndla mun fyrr en annars. Mælirinn nemur gulu frá húð ungabarnsins þ.e. mælir hversu mikla gulu barnið er með.
Í Vestmannaeyjum var gamli gulumælirinn úreltur og því þurfti blóðprufu til að meta gulu hjá börnum. Þetta er því kærkomin gjöf svo hægt sé að fá áreiðanlegar niðurstöður hratt og örugglega.
Gulumælirinn er lagður á húð barnsins þar sem ljósi er skotið fimm sinnum og niðurstöður úr meðaltalsmælingu koma samstundis. Mælarnir eru einnig notaðir á Vökudeild Landspítalans og á öðrum heilbrigðisstofnunum.
Það var Tómas Sveinsson forseti Helgafells sem afhenti gjöfina fyrir hönd félaganna og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir veitti henni viðtöku.
Félögin sem gáfu mælinn hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegur bakhjarl HSU og verður seint fullþakkað fyrir þeirra framlag.