Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Íbúar að flytja inn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi

19. október 2022

Heimilismenn eru smátt og smátt að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi og eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur.

Hjúkrunarheimili á Selfossi

Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn.. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið.

Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar.

Sjá nánar í frétt af Vísi