Hjartans þakkir fyrir rausnarlegar gjafir til sjúkradeildar í Vestmanneyjum
10. júní 2025
Frétt

Fyrir helgi var formleg afhending blöðruskannans sem Kvennfélagið Heimaey gaf Sjúkradeild HSU í Eyjum nú í maí.
Blöðurskanninn heitir Bladderscan i10 frá Verathon. Helstu kostir hans eru að hann aðlagast öllum líkamsgerðum (m.a. börnum) og er sá nákvæmasti í dag. Hann er höggþolinn og hægt að tengja niðurstöður beint í sjúkraskrá einstaklingsins. Verðmæti gjafarinnar er 2.650.064 kr. með vsk.
Við á Sjúkradeildinni viljum koma á framfæri kæru þakklæti til Kvennfélagsins Heimaey fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun nýtast og endast okkur vel og lengi.
Sjúkradeildin í Vestmannaeyjum tók einnig á móti gjöf fyrir helgi til minningar Gunnars K Gunnarssonar fyrrverandi forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum (áður en hún sameinaðist Heilbrigðisstofnun Suðurlands)
Gjöfin er rafmagnsborð og sterkbyggðir stólar með hjólum að andvirði 551.536 kr. Þetta mun nýtast afar vel í daglegu starfi deildarinnar og bæta aðstöðu og vellíðan skjólstæðinga okkar til framtíðar.
Starfsfólk og skjólstæðingar sjúkradeildarinnar í Vestmannaeyjum vilja færa Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Gunnars og fjölskyldu hennar innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

