Heilsufarsmælingar gengu vonum framar
12. apríl 2023
Heilsufarsmælingar
Heilbrigðisstofnun Suðurlands í samráði við Forvarnarráð stofnunarinnar stóð fyrir átaki í upphafi árs að bjóða íbúum á aldrinum 60+ upp á blóðþrýstings- ogblóðsykursmælingar. Svæði stofnunarinnar nær allt frá Hellisheiði í vestri til Hafnar í austri og voru um 300 einstaklingar sem sóttu þjónustuna.
Hluta af hópnum var svo beint áfram að leita frekari heilbrigðisþjónustu til endurtekningar á mælingum.
Forvarnarráð hefur að markmiði að efla heilsulæsi íbúa í umdæmi HSU og var þetta átak liður í því.