Fara beint í efnið

Heilbrigðisþing 14. nóvember 2023

10. október 2023

Heilbrigðisþing 2023 haldið 14. nóvember í Hörpu “Data and Digitalization: Crafting the Future of Sustainable Healthcare” Heilbrigðisþing árið 2023 verður að þessu sinni með norrænni skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þetta árið. Fyrirlestrar á ráðstefnunni fara því fram á ensku

Heilbr.thing

Skráning þátttöku er hafin á vefsíðunni: http://dataforhealthcare.is/

 

Þingið í ár er helgað stafrænni þróun  innan heilbrigðiskerfisins með áherslu á gögn og gervigreind en Norðurlöndin í heild sinni stefna á að vera í fararbroddi þegar að þessu mikilvæga viðfangsefni kemur. Leitast verður við að skýra hvernig fjórða iðnbyltingin innan heilbrigðiskerfisins verður að byggja á góðum grunni gæða heilbrigðisgagna, skilvirks regluverks, trausts og þekkingu. Þannig megi efla heilbrigðiskerfi með tilliti til ákvarðanatöku, samvinnu, vísinda og greiningar í þágu almennings.

Velt verður upp spurningum um hvort slík nálgun sé nauðsynleg til að undirbúa heilbrigðiskerfið og samfélagið undir notkun gervigreindar í þágu fólksins í landinu og hvort stafræn þróun sé grunnur að sjálfbærni heilbrigðiskerfa.

Þingið verður haldið í Hörpu þann 14. nóvember og verða fyrirlesarar í fremstu röð, bæði innlendir og erlendir.

Þátttaka er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar um þingið verða birtar á næstu dögum á vefsíðu þingsins: http://dataforhealthcare.is/