Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir fjölskyldufræðingur í Geðheilsuteymi HSU gefur út barnabók um Alzheimer
18. desember 2025
Frétt

Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir fjölskyldufræðingur í Geðheilsuteymi HSU gefur út barnabók um Alzheimer
Bókin ,,Amma nammigrís – engin venjuleg amma" eftir Gunnu Stellu er hjartnæm og fyndin barnabók sem segir frá ömmu sem hoppar á trampólíni, gerir kollhnísa og getur borðað ótrúlegt magn af nammi. Það sem er hinsvegar farið að gerast hjá ömmu í dag er að hún farin að gleyma. Amma er með Alzheimer.
Í bókinni eru skemmtilegar og fyndnar sögur af ömmu, byggðar á sönnum atburðum en móðir Gunnu Stellu er með Alzheimer. Sagan er sögð frá sjónarhorni barnabarns sem deilir gleði, hlátri og kærleika með ömmu sinni á einlægan hátt.
Auk þess að vera skemmtileg lesning er bókin fræðandi. Hún útskýrir Alzheimer-sjúkdóminn á einfaldan hátt og hjálpar börnum að skilja hvað það þýðir þegar ástvinur byrjar að gleyma.
