Gjöf til Hraunbúða Vestmannaeyjum
27. júní 2024
Kvenfélagið Heimaey, félag brottfluttra eyjakvenna gefur til Hraunbúða.
Nýverið færði Kvenfélagið Heimaey hjúkrunarheimilinu á Hraunbúðum sína fyrstu púttbraut, golfurum heimilisins til mikillar ánægju. Vilyrði er fyrir fleiri brautum frá öðrum félagasamtökum og bíða golfararnir spenntir eftir því. Heildarandvirði gjafarinnar er 320.000.
Gjafir eins og þessar verða seint fullþakkaðar og eru mikill styrkur fyrir starfsfólkið og starfsemina.
Þökkum öllum heiðurskonunum í Kvenfélaginu Heimaey innilega fyrir gjöfin og óskum þeim öllum velfarnaðar í sínu góða starfi um ókomna tíð.
Á myndinn eru þær Hrefna, Marý og þóra við gjöfina