Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Gjafir til heilsugæslunnar í Laugarási

5. desember 2024

Heilsugæslan í Laugarási á sterka og trygga bakhjarla í uppsveitum sem hafa undanfarin ár fært heilsugæslunni veglegar gjafir. Það var því ánægjuleg stund í Laugarási í gær 4. desember, þegar það náðist að bjóða í heimsókn og þakka formlega öllum þessum félagasamtökum fyrir gjafirnar.

takk

Fyrst er að telja fulltrúa frá Kvenfélagi Grímsneshrepps, Kvenfélagi Laugdæla, Kvenfélagi Biskupstungna, Kvenfélagi Skeiðahrepps, Kvenfélagi Gnúpverjahrepps og Kvenfélagi Hrunamannahrepps. En þessi sex kvenfélög höfðu sameinast og fært heilsugæslunni blöðruskanna að verðmæti 486.791 kr. og ungbarnavog að verðmæti 370.000 kr., en að auki hafði Kvenfélag Biskupstungna gefið eyrnaskolunartæki að verðmæti 130.000 kr.

Einnig mættu fulltrúar frá Lionsklúbbnum Dynk í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þeir félagar færðu heilsugæslunni lífsmarkamonitor að verðmæti 517.000 kr. Áður höfðu allir Lionsklúbbarnir fjórir í uppsveitum þ.e.a.s Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða og Gnúpverjahreppi, Lionsklúbburinn Skjaldbreiður í Grímsnes- og Grafningshreppi, Lionsklúbburinn Geysir í Biskupstungum og Lionsklúbbur Laugardals sameinast um að gefa til heilsugæslunnar fjarfundabúnað að verðmæti 403.745 kr.

Allar þessar gjafir er kærkomin viðbót í tækjabúnað heilsugæslunnar og bætir aðbúnað og öryggi sjúklinga og starfsmanna.

Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka. HSU þakkar innilega fyrir gjafirnar og óskar þessum félagasamtökum öllum velfarnaðar.

Laugarás 1
Laugarás 2
Laugarás 3
Laugarás 4
Laugarás 6
laugarás 5