Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Fréttapóstur HSU, maí 2025: „Hjartað í HSU“

10. júní 2025

Hjartað í HSU // Maí 2025

Hér kynnum við til sögunnar annan fréttapóst HSU, sem við köllum einfaldlega „Hjartað í HSU". Smelltu hérna til að skoða hann (PDF). Einnig er hægt að fletta gegnum myndir á samfélagsmiðlum HSU til að skoða stakar blaðsíður.


Undanfarin misseri höfum við hjá HSU verið á skemmtilegri og lærdómsríkri vegferð á vef og samfélagsmiðlum. Markmið okkar hefur verið að veita innsýn í þau fjölbreyttu og krefjandi viðfangsefni sem starfsfólk HSU vinnur að á hverjum degi. Gegnum þetta verkefni höfum við miðlað áhugaverðu efni til starfsfólks, skjólstæðinga og almennings, og þannig boðið fólki að kynnast okkur og starfi okkar nánar. Verkefnið hefur stuðlað að auknum sýnileika HSU í umdæminu og fengið góðar viðtökur.

Öflug upplýsingamiðlun er lykilatriði í að byggja upp og viðhalda góðum starfsanda. Hún tryggir jafnframt að starfsfólk sé vel upplýst um málefni sem varða þeirra starf og hlutverk innan heildarinnar. Með reglulegri og markvissri miðlun upplýsinga stuðlum við að opnari og skilvirkari samskiptamenningu innan HSU, Markmiðið er að verkefnið endurspeglist í betri samvinnu og sterkari liðsheild, sem aftur skilar sér í jákvæðri upplifun bæði skjólstæðinga og starfsfólks.

Þess má geta að aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu nota þetta birtingarsnið fréttapóst eða fréttabréf sömuleiðis til að taka saman efni hvers mánaðar og koma starfseminni á framfæri. Þar má til dæmis nefna Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri.