Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Framtíðin er heima

14. janúar 2026

Icepharma velferð stóð í gær fyrir ráðstefnunni Framtíðin er heima – Mikilvæg skref fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu, þar sem fjallað var um hvernig valdefla megi einstaklinga í eigin heilbrigðisvegferð og innleiða nýjar lausnir í heilbrigðisþjónustu á Íslandi með velferðartækni og nýjum þjónustuleiðum.

Heimaspítalinn á HSU fellur vel undir erindi ráðstefnunnar Framtíðin er heima (myndin er samsett)

Á ráðstefnunni var sérstök áhersla lögð á fjarheilbrigðisþjónustu. Gestafyrirlesari frá Svíþjóð kynnti reynslu af þjónustu sem hefur verið í notkun þar um árabil og hvernig hún er nýtt þvert á sveitarfélög til að bæta gæði og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En það er einmitt af slíkri þjónustu sem Heimaspítalinn, frumkvöðlaverkefni hér á HSU.

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar sótti ráðstefnuna fyrir hönd HSU og sagðist virkilega stolt af þeirri vegferð sem stofnunin er í þessum málum.

Velferðarlausnir voru fyrirferða miklar á ráðstefnunni og mikil áhersla lögð á að þetta væri ekki eingöngu til að spara vinnu heldur einnig til að bæta gæði. Farið var yfir breytingastjórnun og að oft á tíðum sé mikilvægum skrefum í ferli breytingastjórnunar sleppt og þá aðallega að fá starfsfólk til að eiga breytingarnar, að þau verði spennt og viti hvað þetta eigi að fela í sér.

Þetta á líka við í tilviki Heimaspítalans þar sem hugmynd og framkvæmd var í höndum Guðný Stellu Guðnadóttur öldrunarlækni sem tók hugmyndina með sér þegar hún flutti til Íslands og þróaði ásamt starfsfólki HSU sem fylgdi hugmyndinni eftir og eru enn að sinna þróun og eftirfylgni verkefnisins.

Þá var einnig áhugaverð umræða um að stofnanir þurfi að vera heilsulæsar ekki bara einstaklingar, að því marki að stofnunin skilji hvað fólk er að ganga í gegn um og hvernig best sé að koma upplýsingum til þeirra, er haft eftir Baldvinu Ýr.