Fara beint í efnið

Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum

12. október 2023

Gott að eldast

Gott að eldast

Í sumar var auglýst af félags - og vinnumarkaðsráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu eftir samstarfi sveitarfélaga og heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Árborg eru í hópi sex heilbrigðisstofnana og 22 sveitarfélaga sem fá að taka þátt í þróunarverkefni með það að markmiði að samþætta félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Gott að eldast
Verkefnið er hluti af aðgerðaráætluninni Gott að eldast en með henni taka stjórnvöld utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið þróunarverkefnanna er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta vandlega saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.

ólíkir þættir þjónustu

Skilyrði fyrir þátttöku í þróunarverkefnunum sem auglýst voru var að heilbrigðisstofnun sem rekur heimahjúkrun og sveitarfélög sem reka stuðningsþjónustu væru sammála um að einn aðili ræki samþætta heimaþjónustu á tilteknu svæði; sveitarfélag, heilbrigðisstofnun eða að þau fælu í sér sameiningu þriðja aðila rekstur þjónustunnar. 

Tækifæri til að auka og bæta þjónustuna
„Þjónusta heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga við eldra fólk er oft nátengd og þörf á þjónustu frá báðum aðilum. Því skiptir miklu máli að það séu engir múrar á milli þjónustuveitenda, heldur sameinist þeir um að veita notendum samfellda og einstaklingmiðaða þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Það er m.a. markmið áætlunarinnar Gott að eldast og ég er sannfærður um að þróunarverkefnin muni laða fram mikil tækifæri til að auka og bæta þjónustu á þessu sviði,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.