Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Þessi frétt er meira en árs gömul

Elvis Presley eftirherma á Móbergi

28. október 2024

Gríðarlega góð stemning skapaðist síðastliðinn föstudag þegar Elvis Presley eftirherma mætti á Móberg flutti lög goðsins fyrir heimilisfólk.

Það var mikið fjör á Móbergi föstudagskvöldið 25. október þegar Elvis Presley eftirherma mætti og flutti lög goðsins. Greinilegt var að fólk þekkti tónlistina vel, því tekið var undir sönginn og margir dönsuðu með og rifjuðu upp gamla rokktakta við góðar undirtektir enda tala myndirnar sínu máli.

Tónleikarnir voru í boði Vinafélags hjúkrunarheimilina og fá þau innilegar þakkir fyrir.