Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Drífa Björnsdóttir ljósmóðir í Vestmannaeyjum hættir

24. janúar 2024

Þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu.

Drífa kveður 1

Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, en kunni það vel við sig að hún settist að með dóttur sinni í framhaldinu. Hún segir að það hafi verið henni afar farsæl ákvörðun og henni hafi alla tíð liðið vel í Vestmannaeyjum. Drífa hefur upplifað miklar breytingar og þróun í heilbrigðiskerfinu á sínum starfsferli en ljósmæðraferilinn hennar spannar um 44 ár og starfað í um 50 ár sem heilbrigðisstarfsmaður. Henni hefur verið hugleikið að standa vörð um gjóða þjónustu og gjarnan sagt skoðun sína á barneignarþjónustunni. Drífa hefur alla tíð lagt líf sitt og sál í ljósmæðrastarfið og kveður nú eftir mjög fjölbreytta starfsævi sem ljósmóðir í Vestmannaeyjum.


Við kveðjum Drífu með söknuði og óskum henni alls hins besta. Færum henni kærar þakkir fyrir vel unnin störf við stofnunina.

Drífa kveður 2
Drífa kveður 3