Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

25. nóvember 2022

Í dag þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og mun átakinu ljúka þann 10. desember, sem er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur.

Orange blom

Í dag þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og mun átakinu ljúka þann 10. desember, sem er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Dagsetningar átaksins voru valdar til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.  Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.

HSU er samstarfsaðili Sigurhæða (sértækt úrræði á suðurlandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi) og mun flagga appelsínugulum fána á sínum starfstöðvum næstu 16 daga til stuðnings átakinu.

Sjá nánar um átakið hér