Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Akureyrarklíníkin á Selfossi

4. desember 2024

Akureyarklíníkin er þjónustumiðstöð fyrir einstaklinga með ME-sjúkdóminn eða langvarandi einkenni Covid og var hún formlega sett á laggirnar í ágúst 2024.

Akureyraklínikin 1

Um er að ræða samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sjúkrahússins á Akureyri. Þau Friðbjörn Sigurðsson yfirlæknir og Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur sem bæði starfa við Akureyrarklíníkina, heimsóttu HSU 28. og 29. nóvember síðastliðin og voru með móttöku á göngudeildinni á Selfossi fyrir ME sjúklinga sem hafði verið vísað til þeirra af Suðurlandi. Einnig héldu þau fræðsluerindi um sjúkdóminn fyrir starfsfólk.

Akureyraklínikin 2
Akureyraklínikin