Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

17. júní hátíð hjúkrunardeilda HSU Selfossi

1. júlí 2024

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var haldin sameiginleg fjölskylduhátíð fyrir íbúa hjúkrunardeildanna Foss- og Ljósheima og Móbergs á Selfossi.

17 júní hátíð hjúkrunarheimila á Selfossi

Samkomustaðurinn var í skjólgóðum garði hjúkrunarheimilisins Móbergs. Boðið var uppá grillaðar pylsur og ís og muffins í eftirrétt. Fjölskyldur starfsfólks komu í heimsókn sem og aðstandendur heimilsfólks með sínar fjölskyldur og kór Hvítasunnusafnaðarins söng fyrir alla.

Til að gera þetta enn skemmtilegra var fullt af leikdóti fyrir krakkana, candy floss og andlitsmálning í boði fyrir alla sem vildu og voru þó nokkrir heimilsmenn sem létu slag standa og fengu málaða mynd á andlitið.

Allir nutu dagsins og góða veðursins og höfðu gaman að því að horfa á ungviðið hlaupa um og leika sér. Einstaklega vel heppnaður og góður dagur sem verður endurtekinn árlega úr þessu.

17 júní hátíð hjúkrunarheimila á Selfossi
17 júní hátíð hjúkrunarheimila á Selfossi
17 júní hátíð hjúkrunarheimila á Selfossi
17 júní hátíð hjúkrunarheimila á Selfossi