Lyfjaendurnýjun fyrir páskahátíðina – mikilvægt að gera það tímanlega
11. apríl 2025

Kæru íbúar Austurlands.
Í ljósi dymbilvikunnar sem framundan er langar Heilbrigðisstofnun Austurlands að beina því til þeirra sem þurfa að endurnýja lyf að gera það með góðum fyrirvara.
Til þess að örugglega náist að afgreiða lyf er best að óska eftir lyfjaendurnýjun í síðasta lagi 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn og reikna má með því að afgreiðsla lyfja taki allt að 2-3 virka daga. Upplýsingar um lyfjaendurnýjanir hjá HSA má sjá hér.
Heilsugæslur HSA verða lokaðar fyrir öðru en bráðaerindum á Skírdag, föstudaginn langa og annan dag Páska. Apótek Lyfju á Egilsstöðum og í Neskaupstað verða opin laugardaginn fyrir Páska.