Berklasmit hefur greinst á Fáskrúðsfirði
12. mars 2025


Berklasmit hefur greinst á Fáskrúðsfirði. Um eitt staðfest tilfelli er að ræða sem af samviskusemi og ábyrgð fær greiningu og meðhöndlun á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð í þéttu samráði við smitsjúkdómalækna Landspítalans.
Sóttvarnahópur HSA hefur hafið vinnu við smitrakningu og aðrar lýðheilsuaðgerðir að ráðleggingum og í samvinnu við sóttvarnalækni. Haft verður samband við þá sem rakningin nær til. Í fyrstu hjá þeim sem mest samskipti hafa haft við hinn smitaða og svo unnið út frá því.
Ef þú hefur fyrirspurn er bent á netfangið sottvarnir@hsa.is
Nánari upplýsingar:
Heilsuvera - https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/berklar/
Embætti Landlæknis - https://island.is/tilkynning-um-sjukdom