Fara beint í efnið
Endurupptökudómur Forsíða
Endurupptökudómur Forsíða

Endurupptökudómur

Um endurupptökudóm

Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti, sbr. IX. kafla laga um dómstóla nr. 50/2016. Um endurupptöku dómsmála gilda ákvæði laga um meðferð einakamála nr. 91/1991, einkum XXVIII. og XXIX. kafli og lög um meðferð sakamála nr 88/2008, einkum XXXIV. og XXXV. kafli.
Endurupptökudómur tekur frá og með 1. desember 2020 við meðferð beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki hafa verið afgreiddar af endurupptökunefnd fyrir þann tíma, sbr. IX kafli laga um dómstóla nr. 50/2016 með síðari breytingum.

Endurupptökudómur hefur aðsetur hjá dómstólasýslunni að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.

Starfsfólk:

  • Arna Sigurjónsdóttir, lögfræðingur

  • Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur

  • Edda Laufey Laxdal, lögfræðingur (í leyfi)

Netfang: endurupptokudomur@domstolasyslan.is