Fara beint í efnið

Réttur barns til að leita til sýslumanns

Barn getur óskað eftir því við sýslumann að foreldrar þess verði boðaðir til samtals um fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Sýslumaður veitir þá barni og foreldrum viðeigandi leiðbeiningar og upplýsir barn um rétt sinn. Í hverju máli skal tekið tillit til sjónarmiða barnsins og stuðla að því fyrirkomulagi sem eru barni fyrir bestu.

Sýslumaður getur óskað liðsinnis sérfræðings í málefnum barna við undirbúning og framkvæmd viðtals við foreldra.

Réttur barns til að tjá sig

Áður en foreldrar eru boðaðir til samtals skal að jafnaði gefa barni kost á undirbúningsviðtali. Metið er í samráði við barnið hvort og með hvaða hætti sjónarmið þess eða þær upplýsingar sem barnið gefur eru kynntar foreldrunum.

Foreldrum er skylt að mæta til samtals og skulu að jafnaði mæta saman. Eitt til tvö samtöl við foreldra fara fram þar sem leiðbeint er um leiðir til að mæta sjónarmiðum og væntingum barnsins.

Hvert á barnið að leita?

Barn getur haft samband og fengið upplýsingar eða pantað tíma hjá sýslumanni með því að hringja eða senda tölvupóst. Barni getur einnig komið á skrifstofu sýslumanns til að biðja um þjónustuna. 

Hér á vefsvæði sýslumanna er hægt að opna netspjall og komast þannig í samband við starfsmann hjá sýslumanni.

Hér er hlekkur þar sem sýnd eru öll embætti sýslumanna og þar er hægt að finna símanúmer, netföng og heimilisföng.







Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15