Réttur barna til persónuverndar
Réttur barna
Öll börn eiga rétt á að einkalíf þeirra sé virt, bæði á heimili þeirra og utan þess. Þessi réttur er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og persónuverndarlögunum.
Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar þar sem börn eru síður meðvituð um réttindi sín, áhættur og afleiðingar í tengslum við vinnu slíkra upplýsinga.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem er hægt að tengja við einstakling.
Til dæmis:
nafnið
heimilisfang
símanúmer
netfang
mynd af einstaklingi, þar sem hægt er að þekkja viðkomandi
Þessar upplýsingar eru þínar.
Að veita samþykki
Ef einhver vill gera eitthvað við persónuupplýsingar barns þarf hann venjulega samþykki frá foreldrum þess, eða barninu sjálfu.
Foreldrar taka ákvarðanir fyrir barnið þangað til það verður 13 ára. Ef málið snýst um deila einhverju á netinu ætti barnið samt alltaf að geta sagt til um hvort það vilji það eða ekki.
Við 13 ára aldur getur barn samþykkt þjónustu á netinu, til dæmis í tengslum við samfélagsmiðla, tölvuleiki og smáforrit þar sem samþykkja þarf skilmála fyrir notkun.
Börn mega alltaf hætta við og skipta um skoðun. Þó barn hafi til dæmis samþykkt að myndir af sér væru birtar á vefsíðu skólans má barnið þannig alltaf skipta um skoðun og biðja um að láta fjarlægja þær.
Fræðsluskylda
Foreldrar og börn, eftir því sem við á, eiga rétt á að fá fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga barna sem fer fram.