Fara beint í efnið

Réttindi farþega hópferðabíla

Réttindin eiga við ferðir með strætó eða hópferðabílum

  • sem eru 250 kílómetrar eða lengri.

Ferð er aflýst eða seinkað

á farþegi rétt á því að fá

  • upplýsingar um stöðu mála um leið og hún er ljós

  • upplýsingar um nýja brottfarar og komutíma

Seinkun á brottför er áætluð lengri en 90 mínútur

og áætluð ferð er lengri en þrjár klukkustundir eða ferð er aflýst, þá á að bjóða farþegum upp á

  • hressingu

  • mat og drykk

  • gistingu þegar á við.

Ef seinkun á brottför er áætluð lengri en tvær klukkustundir eða ferð er aflýst

á farþegi rétt á því að fá

  • endurgreiðslu á fullu fargjaldi

eða

  • val um nýja ferð án aukakostnaðar fyrir farþega, við fyrsta tækifæri eða seinna við sambærilegar aðstæður.

Bætur vegna seinkunar

Ef þú lentir í seinkun eða aflýsingu, getur þú átt rétt á að fá 50% af andvirði farmiðans í bætur.

Sótt um bætur

  • Senda á flytjanda greinargerð með dagsetningum, bókunarnúmeri og fyrri samskiptum, innan þriggja mánaða frá því að ferð átti sér stað eða átti að eiga sér stað. 

  • Muna að halda eftir afritum af öllum samskiptum og gera ráð fyrir því að það taki tíma að fá svar. 

  • Flytjanda ber að svara kvörtun innan þriggja mánaða. 

  • Ef ekki næst sátt í málinu er hægt að vísa því áfram til Samgöngustofu.

 Fötlun og hreyfihömlun

Farþegar með fötlun og hreyfihömlun hafa sömu réttindi til að ferðast og aðrir farþegar og eiga að geta ferðast vandræðalaust án aukakostnaðar.

  • Ekki má neita að flytja fatlaða og hreyfihamlaða farþega nema þegar það er ómögulegt vegna hönnunar farartækisins, áningarstaða eða að það væri vegna öryggis- og heilsukrafna.

  • Flutningsaðila ber að veita farþega hjálp að kostnaðarlausu eða bjóða aðstoðarmanneskju með án endugjalds.

  • Fatlaðir og hreyfihamlaðir farþegar sem þurfa aðstoð, þurfa að tilkynna flytjanda það með 36 klukkustunda fyrirvara.

  • Ef hjálpartæki tapast eða skemmast í flutningum þá ber flytjanda að bæta þau að fullu.

Ábyrgð vegna farþega og farangurs þeirra

Flytjandi getur verið ábyrgur fyrir skaðabótum vegna slyss eða dauða farþega og ef að farangur og týnist eða skemmist.

Flytjandi er einnig ábyrgur fyrir því að aðstoða farþega þegar um slys er að ræða.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa