Stoð- og stuðningsþjónusta felst í því að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.
Nánar um gæðaviðmið í félagslegri þjónustu við fatlað fólk.
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um leyfi til GEV.
GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn.
Umsagnarbeiðni er send til sveitarfélags ef tilefni er til.
GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og sveitarfélag hans um niðurstöðuna.
Fylgigögn með umsókn
Heimild fyrir öflun sakavottorðs umsækjanda
Ferilskrá umsækjanda eða forsvarsmanns þjónustu
Rekstraráætlun eða síðasti ársreikningur
Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:
-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
-Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
-Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála