Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 26. okt. 2018 – 28. nóv. 2020 Sjá núgildandi

960/2016

Reglugerð um gæði eldsneytis.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli eldsneytis og hugsanlegum skaðlegum áhrifum eldsneytis á heilsu fólks og umhverfi.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um ökutæki til nota á vegum og færanlegan vélbúnað til nota utan vega, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum þegar þau eru ekki á sjó, dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt og skemmtibáta þegar þeir eru ekki á sjó, og tækniforskriftir af heilbrigðis- og umhverfislegum ástæðum fyrir eldsneyti sem nota á með rafkveikju- og þjöppukveikjuhreyflum með tillit til tæknilegra krafna sem gilda um slíka hreyfla.

Reglugerð þessi gildir ekki um eldsneyti ætlað til notkunar í flugvélum.

3. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking eftirtalinna orða og orðasambanda sem hér greinir:

Bensín: Allar rokgjarnar (a.m.k. 90% rúmmáls, að meðtöldu tapi, eimast við 210 °C skv. ASTM D86 aðferðinni) eldsneytisolíur, aðrar en flugvélaeldsneyti, sem ætlaðar eru til að knýja rafkveikjuhreyfla.

Birgir: Framleiðandi, innflytjandi eða dreifandi eldsneytis á Íslandi.

Dísileldsneyti: Gasolíur sem einkum eru ætlaðar til notkunar sem eldsneyti fyrir vélknúin ökutæki.

Færanlegur vélbúnaður til nota utan vega: Allar færanlegar vélar, færanlegur iðnaðarbúnaður eða ökutæki, með eða án yfirbyggingar, sem ekki eru ætluð til farþega- eða vöruflutninga á vegum og sem búnar eru brunahreyfli.

Gasolía: Eldsneyti sem tilheyrir eimingarsviði þar sem minna en 65% af rúmmáli eimast við 250 °C og þar sem a.m.k. 85% af rúmmáli eimast við 350 °C samkvæmt ISO 4305 aðferðinni, sem er jafngild ASTM D86 aðferðinni.

Hefðbundin jarðolía: Allt hráefni í hreinsunarstöð sem sýnir API-efnisþyngd sem er yfir 10 stigum þar sem það er tekið á upprunastað, eins og það er mælt með prófunaraðferð ASTM D287, og fellur ekki undir skilgreininguna undir SN-númeri 2714 eins og fram kemur í reglugerð (EBE) nr. 2658/87.

Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti: Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti sem byggist á losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr jarðefnaeldsneyti á árinu 2010.

Lágmarksstaðlar fyrir eldsneyti: Lágmarksstaðlar sem byggjast á losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr jarðefnaeldsneyti á árinu 2010.

Lífeldsneyti: Endurnýjanlegt eldsneyti, í formi vökva eða gass, sem er unnið úr lífmassa.

Lífmassi: Lífbrjótanlegur hluti afurða. Úrgangur og leifar af lífrænum uppruna frá landbúnaði, skógrækt og tengdum iðnaði, fiskveiðum og fiskeldi ásamt lífrænum hluta úrgangs frá iðnaði og heimilum.

Losun á fyrri stigum: Öll losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað áður en hráefnið fer inn í hreinsunarstöð eða vinnslustöð þar sem eldsneytið, eins og um getur í V. viðauka, var framleitt.

Losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli: Öll nettólosun á CO2, CH4 og N2O sem hægt er að tengja afhentu orkunni eða eldsneytinu, þ.m.t. öllum blönduðum efnisþáttum. Þetta tekur til allra viðeigandi þrepa frá útdrætti eða ræktun, þ.m.t. breytinga á landnýtingu, flutninga og dreifingu, vinnslu og bruna án tillits til þess hvar þessi losun á sér stað.

Losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hverja orkueiningu: Heildarmassi losunar gróðurhúsalofttegunda talið í jafngildiseiningum koldíoxíðs í tengslum við afhent eldsneyti eða orku, deilt með heildarorkuinnihaldi afhents eldsneytis eða orku, fyrir eldsneyti, gefið upp með lágu brunagildi þess.

Markaðssetning: Fyrsta afhending eldsneytis gegn greiðslu eða án endurgjalds, í því skyni að dreifa því og/eða nota það hér á landi eða í öðru ríki sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Massajafnvægiskerfi: Aðferðafræði sem heldur bókhald yfir magn efnis og byggir á lögmáli um varðveislu massa.

Náttúrulegt jarðbik: Allar uppsprettur hráefnis í hreinsunarstöð sem:

  1. eru með API-efnisþyngd (e. American Petroleum Institute) sem nemur 10 stigum eða minna þegar hún er mæld á staðnum þar sem hún er tekin, eins og skilgreint er samkvæmt prófunaraðferð American Society for Testing and Materials (ASTM) (1) D287,
  2. eru með árlegt seigjumeðaltal sem er hærra við hitastigið þar sem hún er tekin en fæst með útreikningi með jöfnunni: Seigja (Centipoise) = 518,98e-0,038T, þar sem T er hitastig á celsíus,
  3. falla innan skilgreiningar fyrir tjörusand undir sameinuðu nafnaskránni (SN), kóða 2714, eins og sett er fram í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2658/87 (2) og
  4. þar sem útleysing hráefnisins úr uppsprettu þess fæst með námuvinnslu eða hitaörvaðri námuræslu með aðstoð þyngdaraflsins (e. thermally enhanced gravity drainage) þar sem varmaorkan kemur aðallega frá öðrum uppsprettum en hráefnisuppsprettunni sjálfri.

Olíuleirsteinn: Hvers kyns uppspretta hráefnis í hreinsunarstöð, staðsett í bergmyndun sem inniheldur kerógen í föstu formi og fellur undir skilgreiningu á olíuleirsteini undir SN-númeri 2714 eins og sett er fram í reglugerð (EBE) nr. 2658/87. Útleysing hráefnisins úr uppsprettu þess fæst með námuvinnslu eða hitaörvaðri námuræslu með aðstoð þyngdaraflsins.

4. gr. Kröfur til bensíns.

Einungis er heimilt að markaðssetja bensín sem uppfyllir kröfur þær sem settar eru fram í I. viðauka.

Óheimilt er að markaðssetja bensín sem inniheldur blý umfram 0,005 g/l.

Einungis er heimilt að markaðssetja bensín með 3,7% hámarkssúrefnisinnihald og 10% hámarksetanólinnihald. Birgjar skulu tryggja að viðeigandi upplýsingar um lífeldsneytisinnihald bensíns, einkum um viðeigandi notkun á mismunandi bensínblöndum séu tilgreindar með skýrum hætti á sölustað.

Heimilt er að markaðssetja bensín með 70 kPa hámarksgufuþrýsting yfir sumarið, eða frá og með 1. júní til og með 31. ágúst.

5. gr. Kröfur til dísileldsneytis.

Einungis er heimilt að markaðssetja dísileldsneyti sem uppfyllir kröfur þær sem settar eru fram í II. viðauka.

Þrátt fyrir kröfurnar í II. viðauka er heimilt að markaðssetja dísileldsneyti sem inniheldur meira en 7% fitusýrumetýlester (FAME). Birgjar skulu tryggja að viðeigandi upplýsingar um lífeldsneytið, einkum magn fitusýrumetýlesters í dísileldsneyti, séu tilgreindar með skýrum hætti á sölustað.

Aðeins er heimilt að markaðssetja gasolíur, sem ætlaðar eru til notkunar sem eldsneyti fyrir þjöppukveikihreyfla (þ.m.t. dísilvélar) færanlegs vélbúnaðar til nota utan vega, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum, dráttarvélar fyrir landbúnað og skógrækt og skemmtibáta, ef brennisteinsinnihald gasolíanna fer ekki yfir 10 mg/kg. Til að tekið sé tillit til mögulegrar mengunar í aðfangakeðjunni mega framangreindar gasolíur þó innihalda allt að 20 mg/kg af brennisteini í endanlegri dreifingu til endanlegra notenda.

Heimilt er að nota fljótandi eldsneyti, annað en gasolíur þær sem tilgreindar eru í 3. mgr., í skipum í siglingum á skipgengum vatnaleiðum og skemmtibátum ef brennisteinsinnihald fljótandi eldsneytisins fer ekki yfir 10 mg/kg.

6. gr. Eftirlit.

Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum ber að sjá um að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt. Um eftirlit fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013, sbr. 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. laganna.

7. gr. Skýrslugjöf.

Birgjar skulu senda Umhverfisstofnun niðurstöður mælinga viðurkenndra rannsóknarstofa á þeim prófunarþáttum sem tilgreindir eru í I. og II. viðauka og skulu prófanir vera samkvæmt þeim aðferðum sem þar eru tilgreindar. Tekin skulu sýni til prófunar úr öllum eldsneytisförmum sem fluttir eru til landsins. Skila skal skýrslum fyrir 1. mars ár hvert vegna næstliðins almanaksárs.

Birgjar skulu skila skýrslu í rafræna gátt fyrir 1. febrúar ár hvert vegna næstliðins almanaksárs, um styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku, sem afhent hefur verið hér á landi, með því að veita a.m.k. eftirfarandi upplýsingar:

  1. heildarmagn hverrar tegundar eldsneytis og orku sem afhent er og gefa til kynna hvar hún var keypt og uppruna hennar og
  2. losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu.

Skýrslurnar skulu yfirfarnar og vottaðar af óháðum aðilum sem Umhverfisstofnun samþykkir.

Umhverfisstofnun skal veita upplýsingar á heimasíðu sinni um þá rafrænu gátt sem kveðið er á um í 2. mgr. Umhverfisstofnun er heimilt að semja við Orkustofnun um sameiginlega rafræna gátt í þessum tilgangi.

8. gr. Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Birgjar skulu smám saman draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr eldsneyti og afhentri orku um allt að 10% fyrir 31. desember 2020, miðað við lágmarksstaðlana fyrir eldsneyti sem um getur í tilskipun ráðsins 2015/652/ESB frá 20. apríl 2015 um reikniaðferðir og kröfur um skýrslugjöf samkvæmt tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis. Þessi minnkun skal nema:

  1. eigi síðar en 31. desember 2020: 6%.
  2. eigi síðar en 31. desember 2020: 2% leiðbeinandi viðbótarmarkmiði sem skal ná með annarri eða báðum eftirfarandi aðferðum:

    1. afhendingu á orku fyrir flutning sem ætluð er til notkunar í einhverri tegund ökutækis, færanlegum vélum sem eru ekki notaðar á vegum, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum, dráttarvélum fyrir landbúnað eða skógrækt og skemmtibátum,
    2. notkun á hvers kyns tækni, þ.m.t. föngun og geymslu kolefnis, sem getur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr eldsneyti eða afhentri orku,
  3. eigi síðar en 31. desember 2020: 2% leiðbeinandi viðbótarmarkmiði sem skal ná með notkun inneignar sem keypt er í gegnum kerfi hreinleikaþróunar í Kýótóbókuninni, samkvæmt skilyrðunum sem sett eru fram í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins, fyrir lækkanir á sviði eldsneytisdreifingar.

Reikna skal losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli í samræmi við 11. gr. Losun gróðurhúsalofttegunda frá öðru eldsneyti og orku á vistferli skal reiknuð í samræmi við aðferðina sem mælt er fyrir um í tilskipun ráðsins 2015/652/ESB frá 20. apríl 2015 um reikniaðferðir og kröfur um skýrslugjöf samkvæmt tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis.

Birgjar geta kosið að uppfylla minnkunarskylduna samkvæmt 1. mgr. í sameiningu. Í þeim tilvikum skal líta á þá sameiginlega sem einn birgi að því er varðar 1. mgr.

Veitendum rafmagns til notkunar í ökutækjum er heimilt að leggja sitt af mörkum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr afhentri orku, sbr. 1. mgr., ef þeir geta sýnt fram á að þeir geti, á viðunandi hátt, mælt og vaktað rafmagnið sem veitt er til notkunar í þessum ökutækjum.

9. gr. Viðmiðanir um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti.

Án tillits til þess hvort hráefnin voru ræktuð innan eða utan yfirráðasvæðis Evrópska efnahagssvæðisins skal orka frá lífeldsneyti einungis talin með að því er varðar 7. og 8. gr. ef viðmiðanirnar um sjálfbærni, sem settar eru fram í 3.-9. mgr. þessarar greinar, eru uppfylltar.

Lífeldsneyti sem er framleitt úr úrgangi og leifum, öðrum en þeim sem koma úr landbúnaði, eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, sjávarútvegi og skógrækt, þarf þó aðeins að uppfylla viðmiðanirnar um sjálfbærni sem settar eru fram í 3.-5. mgr. til að geta talist með að því er varðar 7. og 8. gr.

Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með notkun lífeldsneytis sem talin er með að því er varðar 1. mgr. skal vera a.m.k. 35%.

Frá og með 1. janúar 2017 skal minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar lífeldsneytis sem talið er með að því er varðar 1. mgr. vera a.m.k. 50%. Frá og með 1. janúar 2018 skal minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda vegna lífeldsneytis sem framleitt er í framleiðslustöðvum þar sem starfræksla hófst 1. janúar 2017 eða síðar, vera a.m.k. 60%.

Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar lífeldsneytis skal reiknuð í samræmi við 1. mgr. 11. gr. Ef um er að ræða lífeldsneyti sem var framleitt í framleiðslustöðvum sem voru í rekstri 23. janúar 2008 gildir 4. mgr.

Lífeldsneyti sem talið er með að því er varðar 1. mgr. skal ekki framleitt úr hráefni sem fengið er af landi sem hefur mikið gildi vegna líffræðilegrar fjölbreytni, þ.e. landi sem hafði einhverja af eftirfarandi stöðum í janúar 2008 eða síðar, hvort sem landið hefur enn slíka stöðu eða ekki:

  1. skóglendi með upprunalegum tegundum, þar sem engin greinileg ummerki eru um starfsemi manna og vistfræðileg ferli hafa ekki orðið fyrir marktækri röskun,
  2. svæði útnefnd:

    1. sem náttúruverndarsvæði samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013,
    2. sem verndarsvæði vistkerfa eða tegunda sem eru sjaldgæfar, er ógnað eða eru í útrýmingarhættu, sem eru viðurkenndar í alþjóðasamningum eða tilgreindar í skrám milliríkjastofnana eða Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, með fyrirvara um viðurkenningu þeirra, nema lagðar séu fram sannanir fyrir því að framleiðsla þessa hráefnis hafi ekki haft áhrif á þessi náttúruverndarmarkmið,
  3. graslendi þar sem líffræðileg fjölbreytni er mikil og er:

    1. náttúrulegt, þ.e. graslendi sem myndi vera áfram graslendi án mannlegrar íhlutunar og sem viðheldur náttúrulegri samsetningu tegunda og vistfræðilegum eiginleikum og ferlum, eða
    2. ekki náttúrulegt, þ.e. graslendi sem myndi ekki vera graslendi áfram án mannlegrar íhlutunar og sem er ríkt af tegundum og ekki hnignað, nema lagðar séu fram sannanir fyrir því að uppskera hráefnanna sé nauðsynleg til að vernda stöðu þess sem graslendis.

Lífeldsneyti sem talið er með að því er varðar 1. mgr. skal ekki framleitt úr hráefni sem fengið er af landi þar sem eru miklar kolefnisbirgðir, þ.e. landi sem hafði einhverja af eftirfarandi stöðum í janúar 2008 en hefur ekki þá stöðu lengur:

  1. votlendi, þ.e. land sem er varanlega eða umtalsverðan hluta ársins þakið vatni eða mettað af vatni,
  2. samfellt skóglendi, þ.e. land sem er meira en einn hektari að stærð með trjám sem eru hærri en fimm metrar og með meira en 30% laufþekju eða með trjám sem geta náð þessum viðmiðunarmörkum á staðnum,
  3. land sem er meira en einn hektari að stærð með trjám sem eru hærri en fimm metrar og með 10-30% laufþekju eða með trjám sem geta náð þessum viðmiðunarmörkum á staðnum, nema lagðar séu fram sannanir fyrir því að kolefnisbirgðir svæðisins, fyrir og eftir breytingu, séu slíkar að þegar aðferðin, sem mælt er fyrir um í C-hluta IV. viðauka, er notuð séu skilyrðin sem mælt er fyrir um í 3.-5. mgr. uppfyllt.

Ákvæði 7. mgr. gilda ekki ef landið hafði sömu stöðu á þeim tíma sem hráefnið var fengið og það hafði í janúar 2008.

Lífeldsneyti sem talið er með að því er varðar 1. mgr. skal ekki framleitt úr hráefni sem fengið er af landi sem var mómýri í janúar 2008, nema lagðar séu fram sannanir fyrir því að ræktun og tekja hráefnisins feli ekki í sér framræslu lands sem ekki hefur verið ræst fram áður.

10. gr. Sannprófun á því að farið sé að viðmiðunum um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti.

Þegar telja skal lífeldsneyti og fljótandi lífeldsneyti með, að því er varðar 7. og 8. gr., skulu birgjar sýna fram á að viðmiðanirnar um sjálfbærni sem settar eru fram í 3.-5. mgr. 9. gr. hafi verið uppfylltar. Í þeim tilgangi skulu birgjar nota massajafnvægiskerfi:

  1. sem gerir kleift að blanda saman sendingum af hráefni eða lífeldsneyti með ólík sjálfbærnieinkenni,
  2. með kröfu um að upplýsingar um sjálfbærnieinkenni og stærð sendinganna, sem um getur í a-lið, fylgi blöndunni áfram og
  3. þar sem kveðið er á um að summa allra sendinga, sem teknar eru úr blöndunni, hafi sömu sjálfbærnieinkenni í sama magni og summa allra sendinga sem bætt var í blönduna.

Birgjar skulu leggja fram áreiðanlegar upplýsingar og gera gögnin, sem notuð voru til grundvallar upplýsinganna, aðgengileg Umhverfisstofnun sé þess óskað. Birgjar skulu sjá til þess að framlagðar upplýsingar fari í gegnum viðunandi, óháða endurskoðun og færi sönnur á að slíkt hafi verið gert. Í endurskoðuninni skal sannreyna að kerfin sem birgjarnir nota séu nákvæm, áreiðanleg og varin gegn svikum. Í henni skal meta tíðni sýnatöku og aðferðir við hana og traustleika gagnanna.

Upplýsingarnar, sem um getur í 2. mgr., skulu einkum fjalla um hvort farið er að viðmiðunum um sjálfbærni, sem settar eru fram í 3.-9. mgr. 9. gr., atriði varðandi ráðstafanir sem gerðar eru til að vernda jarðveg, vatn og andrúmsloft, til að endurheimta hnignað land og til að koma í veg fyrir óhóflega vatnsnotkun á svæðum þar sem vatn er af skornum skammti.

Skuldbindingarnar sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. gilda hvort sem lífeldsneytið er framleitt innan Evrópska efnahagssvæðisins eða flutt þangað inn.

11. gr. Útreikningur á losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli.

Að því er varðar 7. og 8. gr. og 3.-5. mgr. 9. gr. skal reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli með eftirfarandi hætti:

  1. með því að nota staðalgildi, þar sem það er gefið upp, fyrir minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir framleiðsluferli í A- eða B-hluta IV. viðauka og þar sem el-gildið fyrir umrætt lífeldsneyti, sem er reiknað í samræmi við 7. lið C-hluta IV. viðauka, er jafnt og eða minna en núll,
  2. með því að nota raunverulegt gildi sem reiknað er í samræmi við aðferðina sem mælt er fyrir um í C-hluta IV. viðauka, eða
  3. með því að nota gildi sem er reiknað sem samtala stuðlanna í formúlunni sem um getur í 1. lið C-hluta IV. viðauka, þar sem nota má aðgreind staðalgildi, í D- eða E-hluta IV. viðauka, fyrir suma stuðla, og raunveruleg gildi sem reiknuð eru í samræmi við aðferðina sem mælt er fyrir um í C-hluta IV. viðauka fyrir alla aðra stuðla.

Aðeins skal nota staðalgildin í A-hluta IV. viðauka og aðgreindu staðalgildin fyrir ræktun í D-hluta IV. viðauka þegar hráefni þeirra eru:

  1. ræktuð utan Evrópska efnahagssvæðisins,
  2. ræktuð innan Evrópska efnahagssvæðisins á svæðum sem flokkast eftir flokkun hagskýrslusvæða á 2. stigi eða á enn aðgreindara stigi þeirrar flokkunar, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1059/2003 frá 26. maí 2003 um að taka upp sameiginlega flokkun hagskýrslusvæða, eða
  3. úrgangur eða efnaleifar aðrar en þær sem koma úr landbúnaði, eldi sjávar- og ferskvatnslífvera og sjávarútvegi.

Fyrir lífeldsneyti sem fellur ekki undir a-, b- eða c-lið skal nota raunveruleg gildi fyrir ræktun.

11. gr. a Aðferð til útreiknings á styrk gróðurhúsalofttegunda úr afhentu eldsneyti, öðru en lífeldsneyti, og orku og skýrslugjöf birgja.

Birgjar skulu nota reikniaðferðina sem sett er fram í V. viðauka til að ákvarða styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneytinu sem þeir afhenda.

Birgjar skulu við skýrslugjöf skv. 7. gr. nota skilgreiningarnar og reikniaðferðina sem sett er fram í V. viðauka. Gefa skal skýrslu um gögnin á hverju ári með því að nota sniðmátið sem sett er fram í VIII. viðauka.

Að því er varðar birgja sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki skal við skýrslugjöf beita einfölduðu aðferðinni sem sett er fram í V. viðauka.

11. gr. b Útreikningur á lágmarksstaðli fyrir eldsneyti og minnkun á styrk gróðurhúsalofttegunda.

Birgjar skulu bera þá minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og úr rafmagni sem náðst hefur á vistferlinum saman við lágmarksstaðal fyrir eldsneyti sem kemur fram í VII. viðauka.

12. gr. Málmíblöndunarefni.

Takmarka skal málmíblöndunarefnið metýlsýklópentadíenýlmangantríkarbónýl (MMT) í eldsneyti svo að magn mangans í hverjum lítra eldsneytis sé ekki meira en 2 mg.

Birgjar skulu sjá til þess að merkimiði sem varðar innihald málmíblöndunarefna í eldsneyti sé uppi alls staðar þar sem eldsneyti með málmíblöndunarefnum er á boðstólum fyrir neytendur.

Merkimiðinn skal bera eftirfarandi texta: "Inniheldur málmíblöndunarefni".

Merkimiðanum skal koma fyrir á áberandi stað þar sem upplýsingarnar sem tilgreina tegund eldsneytis koma fram. Merkimiðinn skal vera í hæfilegri stærð og með leturgerð sem kemur skýrt fram og er auðlæsileg.

13. gr. Gjaldtökuheimild.

Um gjaldtöku vegna yfirferðar á skýrslum birgja, samkvæmt 2. mgr. 7. gr. reglugerðar þessarar, fer samkvæmt gjaldskrá Umhverfisstofnunar í samræmi við 8. tölul. 1. mgr. 54. gr. efnalaga nr. 61/2013.

14. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um þvingunarúrræði og viðurlög við brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt ákvæðum XIII. og XIV. kafla efnalaga nr. 61/2013.

15. gr. Gildistaka tiltekinna EES-gerða.

Eftirfarandi ákvarðanir sem vísað er til í XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni "Roundtable of Sustainable Biofuels EU RED" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/435/ESB), sem vísað er til í 6aa. XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðun er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 37-38.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 23. apríl 2012 um viðurkenningu á áætluninni "Ensus voluntary scheme under RED for Ensus bioethanol production" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 98/70/EB hafi verið fylgt (2012/210/ESB), sem vísað er til í 6ah. XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18 frá 31. mars 2016, bls. 44-45.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/887 frá 9. júní 2015 um viðurkenningu á áætluninni "Scottish Quality Farm Assured Combinable Crops Limited" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt og um niðurfellingu á framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/427/ESB, sem vísað er til í 6as. XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 18. ágúst 2016, bls. 495-497.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni Abengoa RED Bioenergy Sustainability Assurance til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/436/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ab í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 61-62.
  5. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á Biomass Biofuels Sustainability voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/437/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ac í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 63-64.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni International Sustainability and Carbon Certification til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/438/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ad í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 65-66.
  7. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni Bonsucro EU til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/439/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ae í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 67-68.
  8. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni Round Table on Responsible Soy EU RED til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/440/ESB), sem vísað er til í tölulið 6af í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 69-70.
  9. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni Greenergy Brazilian Bioethanol verification programme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/441/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ag í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 71-72.
  10. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 16. júlí 2012 um viðurkenningu á Red Tractor Farm Assurance Combinable Crops & Sugar Beet Scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2012/395/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ai í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 232-233.
  11. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 24. júlí 2012 um viðurkenningu á áætluninni REDcert til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2012/432/ESB), sem vísað er til í tölulið 6aj í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 234-235.
  12. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 31. júlí 2012 um viðurkenningu á áætluninni NTA 8080 til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2012/452/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ak í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 236-237.
  13. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 23. nóvember 2012 um viðurkenningu á áætluninni Roundtable on Sustainable Palm Oil RED til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2012/722/ESB), sem vísað er til í tölulið 6al í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 238-239.
  14. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 30. maí 2013 um viðurkenningu á reiknitólinu Biograce GHG til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2013/256/ESB), sem vísað er til í tölulið 6am í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 240-241.
  15. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 9. janúar 2014 um viðurkenningu á HVO Renewable Diesel Scheme for Verification of Compliance with the RED sustainability criteria for biofuels til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2014/6/ESB), sem vísað er til í tölulið 6an í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 242-243.
  16. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 3. júní 2014 um viðurkenningu á Gafta Trade Assurance Scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 98/70/EB hafi verið fylgt (2014/324/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ao í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 244-246.
  17. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 3. júní 2014 um viðurkenningu á KZR INiG System til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2014/325/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ap í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 247-248.
  18. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 17. september 2014 um viðurkenningu á Trade Assurance Scheme for Combinable Crops til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2014/666/ESB), sem vísað er til í tölulið 6aq í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 249-250.
  19. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 17. september 2014 um viðurkenningu á Universal Feed Assurance Scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt (2014/667/ESB), sem vísað er til í tölulið 6ar í XVII. kafla í II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2016, þann 5. febrúar 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 251-252.
  20. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1307/2014 frá 8. desember 2014 um skilgreiningu á viðmiðunum og landfræðilegum mörkum graslendis þar sem líffræðileg fjölbreytni er mikil að því er varðar c-lið 3. mgr. 7 gr. b í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB að því er varðar gæði bensíns og dísileldsneytis og c-lið 3. mgr. 17. gr. í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, sem vísað er til í tl. 6d, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2017, þann 22. september 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67 frá 19. október 2017, bls. 164-166.
  21. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1361 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á International Sustainability and Carbon Certification system til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6at, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 646-647.
  22. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1362 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á Roundtable on Sustainable Biomaterials EU RED til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6au, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 648-649.
  23. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1433 frá 26. ágúst 2016 um viðurkenningu á Biomass Biofuels Sustainability voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6av, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 650-651.
  24. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/500 frá 21. mars 2017 um viðurkenningu á Bonsucro EU voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6ae, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 136/2017 frá 7. júlí 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67 frá 19. október 2017, bls. 33-34.
  25. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2164 frá 17. nóvember 2017 um viðurkenningu á valfrjálsu áætluninni "RTRS EU RED" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6aw, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2018 frá 9. febrúar 2018. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 1-2.
  26. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2317 frá 13. desember 2017 um viðurkenningu á valfrjálsu áætluninni "Red Tractor Farm Assurance Combinable Crops & Sugar Beet" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6ax, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2018 frá 23. mars 2018. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 26. júlí 2018, bls. 11-12.

16. gr. Innleiðing.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB frá 13. október 1998 um gæði bensíns og dísileldsneytis og breytingu á tilskipun ráðsins 93/12/EBE, sem vísað er til í tölulið 6a, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2001, frá 13. júlí 2001.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2000/71/EB frá 7. nóvember 2000 um að laga mæliaðferðirnar, sem mælt er fyrir um í I., II., III. og IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB, að tækniframförum eins og kveðið er á um í 10. gr. þeirrar tilskipunar, sem vísað er til í tölulið 6a, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2001, frá 13. júlí 2001.
  3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/17/EB frá 3. mars 2003 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis, sem vísað er til í tölulið 6a, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2005, frá 8. febrúar 2005.
  4. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/30/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 98/70/EB að því er varðar forskriftir fyrir bensín, dísilolíu og gasolíu og um að innleiða fyrirkomulag til að vakta og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og um breytingu á tilskipun ráðsins 1999/32/EB að því er varðar forskriftir fyrir eldsneyti sem er notað fyrir skip á skipgengum vatnaleiðum og um niðurfellingu á tilskipun 93/12/EBE, sem vísað er til í tölulið 6a, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 270/2015, frá 30. október 2015.
  5. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/63/ESB frá 1. júní 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis í því skyni að laga hana að tækniframförum, sem vísað er til í tölulið 6a, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2013, frá 3. maí 2013.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 19. júlí 2011 um viðurkenningu á áætluninni "Roundtable of Sustainable Biofuels EU RED" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 2009/30/EB hafi verið fylgt (2011/435/ESB).
  7. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 23. apríl 2012 um viðurkenningu á áætluninni "Ensus voluntary scheme under RED for Ensus bioethanol production" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB og 98/70/EB hafi verið fylgt (2012/210/ESB).
  8. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/887 frá 9. júní 2015 um viðurkenningu á áætluninni "Scottish Quality Farm Assured Combinable Crops Limited" til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt og um niðurfellingu á framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/427/ESB.

17. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. tl. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 560/2007 um fljótandi eldsneyti.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. reglugerðar þessarar þurfa birgjar ekki að skila skýrslum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. fyrr en fyrir 1. febrúar 2018, vegna næstliðins almanaksárs.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.