Prentað þann 25. nóv. 2024
586/2017
Reglugerð um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur).
I. KAFLI Almenn ákvæði.
1. gr. Markmið og tilgangur.
Markmið reglugerðar þessarar er að vernda hafið og umhverfi þess gegn mengun frá skipum og takmarka losun mengandi efna frá skipum út í andrúmsloftið og í sjó.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvæðum viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978. Viðaukarnir eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda, sbr. 5. gr. reglugerðar þessarar.
2. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um öll skip í mengunarlögsögu Íslands og um skip sem sigla undir íslenskum fána utan þess svæðis nema annað sé sérstaklega tekið fram.
3. gr. Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari skulu orð og orðasambönd hafa eftirfarandi merkingu:
Mengunarlögsaga Íslands: Hafsvæðið sem nær yfir innsævi að meðtalinni strönd að efstu flóðmörkum á stórstraumsflóði, landhelgi og efnahagslögsögu, landgrunn Íslands og efstu jarðlög, sbr. lög nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
MARPOL-samningurinn: Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL 73/78).
Meiri háttar breyting: Meiri háttar breyting eins og hún er skilgreind í viðauka I við MARPOL-samninginn.
Mengun: Þegar örverur, efni og efnasambönd, þ.m.t. efni sem falla undir I. og II. viðauka við MARPOL-samninginn, og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.
Skip: Far af hvaða gerð sem er og fer um hafið, þar með talin skíðaskip, svifskip, kafbátar, fljótandi för og fastir eða fljótandi pallar.
II. KAFLI Hlutverk stjórnvalda.
4. gr. Hlutverk stjórnvalda.
Eftirtaldar stofnanir: Umhverfisstofnun; Samgöngustofa og Landhelgisgæsla Íslands eru stjórnvöld í skilningi MARPOL-samningsins og skiptast hlutverk á milli þeirra eftir því sem hér segir:
Hlutverk Umhverfisstofnunar:
- Móttökuaðstaða í höfnum fyrir úrgang og farmleifar frá skipum.
- Upplýsingagjöf til Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO).
- Ráðstafanir vegna gruns um óheimila losun í hafið.
- Veiting undanþága til þess að losa efni í hafið eins og mælt er fyrir um í ákvæðum viðauka við MARPOL-samninginn sem eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda, sbr. 5. gr. reglugerðar þessarar.
- Veiting undanþága frá þeirri skyldu að halda sorpdagbók.
- Útgáfa dagbóka, veggspjalda og handbóka.
- Vottun gagna um eldsneytisnotkun skipa og gagnaskil þar að lútandi til Alþjóðasiglingastofnunarinnar.
Hlutverk Samgöngustofu:
- Eftirlit með búnaði skipa vegna mengunarvarna samkvæmt lögum nr. 47/2003 um eftirlit með skipum með síðari breytingum og lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda með síðari breytingum.
- Ábyrgð á útgáfu skírteina og skoðun skipa.
- Veiting undanþága er varðar kröfur um búnað skipa og mat á jafngildi búnaðar eins og mælt er fyrir um í ákvæðum viðauka við MARPOL-samninginn sem eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda, sbr. 5. gr. reglugerðar þessarar.
Hlutverk Landhelgisgæslu Íslands:
- Eftirlit með hafsvæðum umhverfis Ísland, jafnt úr lofti sem af sjó.
- Móttaka tilkynninga um mengunaróhöpp og losun í hafið.
Framangreindar stofnanir skulu, eftir þörfum, miðla sín á milli upplýsingum og gögnum er varða framkvæmd reglugerðar þessarar.
III. KAFLI Innleiðing viðauka við MARPOL-samninginn.
5. gr. Innleiðing viðauka við MARPOL-samning ásamt breytingum.
Eftirfarandi viðaukar við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL 73/78) og síðari breytingar við viðaukana, öðlast gildi hér á landi:
Viðauki I um varnir gegn olíumengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.117(52), MEPC.141(54), MEPC.164(56), MEPC.186(59), MEPC.187(59), MEPC.189(60), MEPC.190(60), MEPC.216(63), MEPC.235(65), MEPC.238(65), MEPC.246(66), MEPC.248(66), MEPC.66/21/Corr.1, MEPC.256(67), MEPC.265(68), MEPC.266(68), MEPC.276(70) og MEPC.314(74). Viðaukinn ásamt breytingum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktun MEPC.314(74) er birt í C-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki II um varnir gegn mengun af völdum eitraðra efna í fljótandi formi sem flutt eru í geymum skipa ásamt breytingum í ályktunum MEPC.118(52), MEPC.216(63), MEPC.238(65), MEPC.246(66), MEPC.265(68), MEPC.270(69), MEPC.314(74) og MEPC.315(74). Viðaukinn ásamt breytingum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktanir MEPC.314(74) og MEPC.315(74) eru birtar í C-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki III um varnir gegn mengun af völdum skaðlegra efna sem flutt eru í pökkuðu formi ásamt breytingum í ályktunum MECP.193(61), MEPC.246(66) og MEPC.257(67). Viðaukinn er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.
Alþjóðlegur kóði um siglingu með hættulegan varning (IMDG-kóði), ásamt síðari breytingum, sem gildir samkvæmt viðauka III við MARPOL-samninginn. Kóðinn er birtur á heimasíðu Samgöngustofu í samræmi við 9. gr. a. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, sbr. lög nr. 25/2018.
Viðauki V um varnir gegn sorpmengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.201(62), MEPC.62/24/Corr.1, MEPC.216(63), MEPC.246(66), MEPC.265(68), MEPC.277(70) og MEPC.314(74). Viðaukinn er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktun MEPC.314(74) er birt sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki VI um varnir gegn loftmengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.176(58), MEPC.190(60), MEPC.194(61), MEPC.202(62), MEPC.62/24/Corr.4, MEPC.203(62), MEPC.62/24/Corr.1, MEPC.217(63), MEPC.247(66), MEPC.251(66), MEPC.66/21/Corr.1, MEPC.258(67), MEPC.271(69), MEPC.278(70), MEPC.286(71), MEPC.301(72), MEPC.305(73) og MEPC.316(74). Viðaukinn ásamt breytingunum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.
Alþjóðlegur kóði um stjórn á losun köfnunarefnisoxíða frá vélum skipa (NOx-kóði), ásamt síðari breytingum, sem gildir samkvæmt viðauka VI við MARPOL-samninginn. Kóðinn er birtur á heimasíðu Samgöngustofu í samræmi við 9. gr. a. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, sbr. lög nr. 25/2018.
IV. KAFLI Séríslensk ákvæði.
6. gr. Séríslensk ákvæði varðandi viðauka I við MARPOL-samninginn.
Eftirfarandi ákvæði gilda um sérhvert íslenskt olíuflutningaskip, sem er minna en 150 brúttótonn, svo og sérhvert íslenskt skip, annað en olíuflutningaskip, sem er minna en 400 brúttótonn.
6.1 | Undanþágur. | ||
Ef veittar eru undanþágur frá ákvæðum þessarar greinar skal Samgöngustofa skrá allar upplýsingar um undanþágur og gefa út sérstakt undanþáguskírteini. | |||
6.2 | Skoðanir. | ||
Sérhvert olíuflutningaskip, sem er minna en 150 brúttótonn, svo og sérhvert skip, annað en olíuflutningaskip, sem er minna en 400 brúttótonn, skal vera háð þeim skoðunum sem mælt er fyrir um í reglu 6.1 í viðauka I við MARPOL-samninginn, sbr. fylgiskjal. Þessar skoðanir skulu ná til þeirra atriða sem krafist er fyrir þessi skip samkvæmt þessari grein. | |||
6.3 | Vöktunar- og eftirlitskerfi fyrir losun á olíu og olíusíubúnaður. | ||
6.3.1 | Skip, sem smíðuð eru eftir 31. mars 1996 en þó fyrir 1. janúar 2017 og eru 24 m að lengd eða lengri en minni en 400 brúttótonn, skulu vera búin: | ||
6.3.1.1 | landtengi með dælu ásamt austurskilju með viðvörunarbúnaði sem getur hreinsað olíublandaðan austur frá vélarúmum og losa hann í sjóinn í samræmi við ákvæði reglu 15 og reglu 34 í viðauka I við MARPOL-samninginn; eða | ||
6.3.1.2 | söfnunargeymi, nægilega stórum, þar sem mið er tekið af tegund vélbúnaðar, ásamt dælu og landtengi, þannig að unnt sé að geyma austur frá vélarúmum um borð til að losa hann síðar til móttökustöðvar í landi; eða | ||
6.3.1.3 | öðrum búnaði, sem Samgöngustofa samþykkir. | ||
6.3.2 | Skip, sem smíðuð eru eftir 31. desember 2016 og eru 15 m að lengd eða lengri en minni en 400 brúttótonn, skulu vera búin: | ||
6.3.2.1 | landtengi með dælu ásamt austurskilju með viðvörunarbúnaði sem getur hreinsað olíublandaðan austur frá vélarúmum og losa hann í sjóinn í samræmi við ákvæði reglu 15 og reglu 34 í viðauka I við MARPOL-samninginn; eða | ||
6.3.2.2 | söfnunargeymi, nægilega stórum, þar sem mið er tekið af tegund vélbúnaðar, ásamt dælu og landtengi, þannig að unnt sé að geyma austur frá vélarúmum um borð til að losa hann síðar til móttökustöðvar í landi; eða | ||
6.3.2.3 | öðrum búnaði, sem Samgöngustofa samþykkir. | ||
6.3.3 | Skip, sem smíðuð eru eftir 31. mars 1996 en þó fyrir 1. janúar 2017 og eru 24 m að lengd eða lengri en minni en 400 brúttótonn og nota skilvindur til að skilja eldsneytis- eða smurolíu, skulu vera búin sorageymum í samræmi við ákvæði reglu 12 í viðauka I við MARPOL-samninginn. Heimilt er að sleppa sérstökum sorageymi ef skipið er búið söfnunargeymi sem uppfyllir ákvæði reglu 12 í viðauka I við MARPOL-samninginn. | ||
6.3.4 | Skip, sem smíðuð eru eftir 31. desember 2016 og eru 15 m að lengd eða lengri en minni en 400 brúttótonn og nota skilvindur til að skilja eldsneytis- eða smurolíu, skulu vera búin sorageymum í samræmi við ákvæði reglu 12 í viðauka I við MARPOL-samninginn. Heimilt er að sleppa sérstökum sorageymi ef skipið er búið söfnunargeymi sem uppfyllir ákvæði reglu 12 í viðauka I við MARPOL-samninginn. | ||
6.3.5 | Í öllum skipum, sem eru minni en 400 brúttótonn og eru búin skilvindum til að skilja eldsneytis- eða smurolíu, skulu slíkar skilvindur búnar yfirfallsviðvörun sem stöðvar olíurennsli til skilvindunnar sjálfvirkt ef hún "kastar yfir". | ||
6.3.6 | Óheimilt er að losa olíu eða olíukenndar blöndur niður í botn vélarúms í skipum sem eru ekki búin samþykktri austurskilju. | ||
6.4 | Olíudagbók. | ||
Olíuflutningaskip sem eru minni en 150 brúttótonn og starfa í samræmi við reglu 34.6 í viðauka I við MARPOL-samninginn skulu vera búin olíudagbók þeirrar gerðar sem mælt er fyrir um í reglu 36.1 í viðauka I við MARPOL-samninginn og skal færa hana eins og mælt er fyrir um í reglu 36 í viðauka I við MARPOL-samninginn. |
6. gr. a. Séríslensk ákvæði vegna viðauka VI við MARPOL-samninginn.
6.a.1 Ósoneyðandi efni.
Innleiðing á viðauka VI við MARPOL-samninginn skv. 5. gr. hefur ekki áhrif á gildi reglugerðar nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins sem innleiðir tilteknar gerðir Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.
6.a.2 Köfnunarefnisoxíð.
Dísilvélar í íslenskum skipum sem eru í innanlandssiglingum og smíðuð voru fyrir 19. maí 2005 og dísilvélar sem undirgengust meiri háttar breytingar fyrir 19. maí 2005 eru undanþegnar reglu 13 í viðauka VI við MARPOL-samninginn.
Skip undir 400 brúttótonnum, smíðuð eftir 19. maí 2005 en fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, þurfa að geta framvísað gögnum í samræmi við reglu 13, ef eftir þeim er óskað.
6.a.3 Brennisteinsoxíð (SOx) og svifryk.
Innleiðing á viðauka VI við MARPOL-samninginn skv. 5. gr. hefur ekki áhrif á gildi reglugerðar nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti sem innleiðir tilteknar gerðir Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.
6.a.4 Orkunýtni skipa.
Ákvæði 4. kafla í viðauka VI við MARPOL-samninginn gilda ekki um íslensk skip sem eru eingöngu í siglingum innan íslenskrar mengunarlögsögu. Þau skip skulu þó fara eftir ákvæðum 4. kafla í viðaukanum eftir því sem framkvæmanlegt og raunhæft getur talist.
Reglur 20 og 21 í 4. kafla í viðauka VI, um orkunýtni skipa, gilda ekki um skip sem eru 400 brúttótonn eða stærri, nema í eftirfarandi tilvikum:
- smíðasamningur er gerður 1. janúar 2017 eða síðar,
- smíðasamningur er ekki fyrir hendi, en kjölurinn hefur verið lagður eða smíði er á svipuðu stigi 1. júlí 2017 eða síðar,
- afhending skipsins er 1. júlí 2019 eða síðar, eða
- meiriháttar breyting á nýju eða gömlu skipi eins og hún er skilgreind í reglu 2.24 í viðauka VI við MARPOL-samninginn, fer fram þann 1. janúar 2017 eða síðar og þar sem regla 5.4.2 og 5.4.3 um skoðanir í 2. kafla viðauka VI gildir.
V. KAFLI Ýmis ákvæði.
7. gr. Ágreiningur.
Um meðferð ágreiningsmála sem rísa vegna framkvæmdar reglugerðar þessarar fer samkvæmt 28. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, með síðari breytingum, sbr. þó 2. mgr.
Um meðferð ágreiningsmála sem rísa vegna ákvarðana Samgöngustofu fer samkvæmt 18. gr. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.
8. gr. Þvingunarúrræði og refsiviðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt V. kafla laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, XIII. og XIV. kafla efnalaga nr. 61/2013 og VII. kafla laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum.
9. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í a-lið, g-lið, j-lið og s-lið 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi eftirtaldar reglugerðir:
Reglugerð nr. 715/1995, um varnir gegn mengun sjávar frá skipum.
Reglugerð nr. 527/1999, um varnir gegn mengun sjávar vegna eitraðra efna í fljótandi formi sem flutt eru í geymum skipa.
Reglugerð nr. 801/2004, um varnir gegn sorpmengun frá skipum.
Reglugerð þessi er sett að höfðu samráði við innanríkisráðuneyti um starfsemi Samgöngustofu og Landhelgisgæslu Íslands.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar þessarar skulu kröfur til skips, sem er smíðað fyrir 18. júlí 1994 og hefur ekki undirgengist meiri háttar breytingu eftir það, miðast við mælingu þess í brúttórúmlestum, eins og sú mæling er færð inn í athugasemdareit á mælibréfi skipsins, í stað brúttótonna. Mælingu skips í brúttórúmlestum skal ákvarða samkvæmt samþykkt um samræmda aðferð við skipamælingar, lokið í Osló, 10. júlí 1947, með breytingum.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.