Prentað þann 14. nóv. 2024
226/2016
Reglugerð um gjaldtöku embættis landlæknis fyrir úttektir og staðfestingar á að faglegar lágmarkskröfur séu uppfylltar og úrvinnslu og afhendingu upplýsinga úr heilbrigðisskrám.
Efnisyfirlit
I. KAFLI Úttektir og staðfestingar.
1. gr. Staðfesting á rekstri heilbrigðisþjónustu.
Embætti landlæknis innheimtir gjald fyrir úttekt og staðfestingu á því að faglegar kröfur séu uppfylltar og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf, sbr. 3. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu, samkvæmt reglugerð um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur, nr. 786/2007, samkvæmt liðum a-f:
a. | Stofurekstur, umsýslugjald á hverja stofu heilbrigðisstarfsmanns | 9.735 kr. | |
Fyrir úttektir skal greitt samkvæmt reikningi sem embætti landlæknis gefur út að lokinni úttekt ásamt tímaskýrslu um fjölda vinnustunda. Gjaldið verður þó eigi hærra en því sem nemur að hámarki: | |||
b. | Skurðstofurekstur utan sjúkrahúss | 70.400 kr. | |
c. | Hjúkrunarheimili | 176.000 kr. | |
d. | Heilsugæslustöðvar | 176.000 kr. | |
e. | Umdæmissjúkrahús | 528.000 kr. | |
f. | Sérgreinasjúkrahús | 880.000 kr. |
II. KAFLI Úrvinnsla og afhending upplýsinga úr heilbrigðisskrám.
2. gr. Sérvinnslur.
Embætti landlæknis innheimtir gjald sem nemur kostnaði við úrvinnslu og afhendingu upplýsinga úr heilbrigðisskrám samkvæmt reglugerð um heilbrigðisskrár nr. 548/2008 og er gjald fyrir hvern klukkutíma 9.055 kr.
III. KAFLI Ýmis ákvæði.
3. gr. Ferðakostnaður.
Þegar erindi sem embætti landlæknis tekur að sér útheimtir ferðalög af hálfu starfsmanna þá innheimtir embættið ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
4. gr. Innheimta.
Eindagi gjalda samkvæmt reglugerð þessari er 45 dögum eftir útgáfu reiknings. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga. Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.
5. gr. Undanþága frá gjaldtöku.
Embætti landlæknis er heimilt að veita eftirtöldum aðilum afslátt eða undanþágur frá gjaldtöku skv. 2. gr.:
a) | Nemum á háskólastigi sem þurfa upplýsingar vegna verkefna sem eru hluti af námi. | |
b) | Opinberum aðilum sem halda skrár á landsvísu og upplýsingar eða vinnsla er hluti af gagnkvæmum upplýsingasamskiptum. | |
c) | Vinnsluaðilum heilbrigðisskráa landlæknis þegar um er að ræða vinnslur til að auka gæði skránna. | |
d) | Fjölmiðlum ef upplýsingar varða heildarfjölda eða summutölur úr skrám og vinnslan tekur innan við eina klukkustund. | |
e) | Alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að. |
6. gr. Lagastoð.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 6. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 7. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu og 6. mgr. 26. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.
7. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.