Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 23. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. júlí 2023

100/2020

Reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.

I. KAFLI Almenn ákvæði.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um framkvæmd laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019.

II. KAFLI Traustþjónusta.

2. gr.

Eftirtaldar framkvæmdaákvarðanir og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem vísað er til í liðum 5lb., 5lc., 5ld. og 5le. í XI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2019 frá 14. júní 2019 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið), skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/806 frá 22. maí 2015 um forskriftir fyrir traustmerki ESB fyrir fullgilda traustþjónustu sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 103-105.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1505 frá 8. september 2015 um tækniforskriftir og snið fyrir traustlista skv. 5. mgr. 22. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 106-116.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1506 frá 8. september 2015 um forskriftir fyrir snið útfærðra rafrænna undirskrifta og útfærðra innsigla sem opinberir aðilar skulu viðurkenna skv. 5. mgr. 27. gr. og 5. mgr. 37. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 117-121.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/650 frá 25. apríl 2016 um staðla fyrir öryggismat fullgilds undirskriftar- og innsiglisbúnaðar skv. 3. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 39. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 122-124.

3. gr.

Fjarskiptastofa kemur á, viðheldur og birtir traustlista skv. lögum um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019.

Fjarskiptastofa birtir og uppfærir á vefsíðu sinni tilvísunarnúmer til staðla sem gilda um nánari framkvæmd laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019.

4. gr.

Við sannprófun kennsla og eiginda skv. 1. mgr. 24. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 getur traustþjónustuveitandi og sá sem starfar í hans umboði stuðst við gild og viðurkennd persónuskilríki.

Til viðurkenndra persónuskilríkja teljast:

  1. vegabréf,
  2. ökuskírteini,
  3. nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá Íslands eða
  4. nafnskírteini með mynd sem gefin eru út af samsvarandi erlendum stjórnvöldum.
  5. dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, þó ekki bráðabirgðadvalarleyfi skv. 77. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga.

III. KAFLI Rafræn auðkenning.

5. gr.

Eftirtaldar framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem vísað er til í liðum 5lf., 5lg., 5lh. og 5li. í XI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2019 frá 27. september 2019 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið), skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/296 frá 24. febrúar 2015 um verklag við samstarf milli aðildarríkjanna um rafræna auðkenningu skv. 7. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 5, frá 30. janúar 2020, bls. 54-60.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1501 frá 8. september 2015 um umgjörð samvirkni skv. 8. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum, sbr. leiðréttingar í Stjórnartíðindum ESB L 28, 4.2.2016, bls. 18, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 125-130.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1502 frá 8. september 2015 um að ákvarða lágmarkstækniforskriftir og -ferla varðandi fullvissustig fyrir rafrænar auðkenningarleiðir skv. 3. mgr. 8. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 131-144.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1984 frá 3. nóvember 2015 þar sem skilgreindar eru kringumstæður, snið og verklag fyrir tilkynningar skv. 5. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 12, frá 27. febrúar 2020, bls. 443-450.

6. gr.

Fjarskiptastofa annast tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA um rafræna auðkenningarskipan sem ráðherra ákveður að tilkynna.

IV. KAFLI Önnur ákvæði.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019, öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 780/2011 um rafrænar undirskriftir.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fullgildum traustþjónustuveitanda og þeim sem starfar í hans umboði er heimilt, þegar sérstaklega stendur á hjá umsækjanda vegna ráðstafana stjórnvalda í kjölfar útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, að sannprófa kennsl og eigindir skv. 1. mgr. 24. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 úr fjarlægð með auðkenningaraðferð sem veitir jafna vissu um áreiðanleika og viðvera í eigin persónu og hlotið hefur viðurkenningu hjá Fjarskiptastofu.

Meginskilyrði auðkenningaraðferðar sem hlotið hefur viðurkenningu skulu birt á vefsetri Fjarskiptastofu.

Heimilt er að gefa út vottorð á grundvelli 1. mgr. frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 12. júní 2020. Vottorð sem gefin eru út á grundvelli 1. mgr. skulu afturkölluð eigi síðar en 30. júní 2020.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.