Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuafsláttur og skattþrep aldraðra og lífeyrisþega

Þau sem fá örorku- og lífeyrisgreiðslur frá mörgum lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun þurfa að fylgjast sérstaklega vel með nýtingu persónuafsláttar og því að skattur sé greiddur í réttu skattþrepi. Þetta á líka við um erlendar lífeyrisgreiðslur.

Þetta er mikilvægt til þess að forðast skattskuld í lok árs sem myndast þegar persónuafsláttur hefur verið ofnýttur eða staðgreiðsla dregin af í röngu skattþrepi.

Yfirlit yfir nýtingu persónuafsláttar

Á þjónustuvef Skattsins

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur fullnýttur á einum stað

Ef greiðslur frá einum stað eru að jafnaði hærri en 230.000 krónur á mánuði er einfaldast að nýta allan persónuafsláttinn þar (en ekki skipta honum milli greiðenda). Þannig minnka mjög líkur á ofnýtingu.

Einstaklingar með erlendar tekjur, svo sem frá erlendum lífeyrissjóði, þurfa að huga að hlutfalli erlendu teknanna miðað við þær íslensku. Sjá dæmi hér að neðan.

Margar lægri greiðslur

Ef enginn einn staður greiðir að jafnaði hærri en 230.000 krónur á mánuði getur verið betra að skipta persónuafslættinum milli greiðenda.

Í þeim tilfellum þarf að tilkynna hverjum lífeyrissjóði eða stofnun hversu mikið má nýta þar.

Reiknivél staðgreiðslu getur hjálpað við að velja bestu nýtingu persónuafsláttar eftir tekjum.

Ef persónuafsláttur er ekki nýttur að fullu innan ársins gæti komið til endurgreiðslu á greiddum skatti þegar tekjuárið hefur verið gert upp. Sjá nánar um uppsafnaðan persónuafslátt.

Skattþrep

Það hversu hátt hlutfall er greitt í skatt er breytilegt eftir tekjum og í gildi eru þrjú skattþrep:

Skattþrep

Af tekjum

Skatthlutfall

Skattþrep 1

0 - 472.005 kr.

31,49%

Skattþrep 2

472.006 - 1.325.127 kr.

37,99%

Skattþrep 3

yfir 1.325.127 kr.

46,29%

Ef mánaðarlaun fara yfir 472.005 kr. hjá einum launagreiðanda þurfa aðrir launagreiðendur að reikna staðgreiðslu af launum í næsta skattþrepi fyrir ofan. Ef mánaðarlaun fara yfir 1.325.127 kr. reiknast staðgreiðsla í þrepi þrjú af þeim hluta sem fer yfir þá upphæð.

Dæmi um nýtingu

Tilkynning um ofnýttan persónuafslátt og skuld við álagningu

Reglulega eru sendar tilkynningar til þeirra sem ofnýtt hafa persónuafslátt og/eða hafa greitt staðgreiðslu í röngu skattþrepi. Þau sem fá slíkar tilkynningar greiða ekki nóg í staðgreiðslu og eru líkleg til að lenda í skuld að lokinni álagningu ef ekkert er gert.

Tilkynning um ofnýtingu persónuafsláttar er viðvörun – ekki krafa um greiðslu.

Mikilvægt er að bregðast við og lagfæra nýtingu persónuafsláttar eða láta breyta því í hvaða skattþrepi skattur er reiknaður.

Sjá nánar um ofnýttan persónuafslátt.

Þjónustuaðili

Skatt­urinn