Fara beint í efnið

Neysla geðvirkra efna

Enginn flugverji, fjarflugmaður, flugumferðarstjóri, flugnemi, nemi í flugumferðarstjórn eða annar einstaklingur má hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna loftferðum eða veita öryggisþjónustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu geðvirkra efna, vegna sjúkdóms, meiðsla, lyfjagjafar eða þreytu eða annarrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann tryggilega.

Geðvirk efni

Geðvirk efni teljast:

  • alkóhól,

  • ópíumefni,

  • kannabisefni,

  • róandi lyf og svefnlyf,

  • kókaín,

  • önnur geðörvandi lyf,

  • ofskynjunarlyf,

  • rokgjörn leysiefni

en að undanskildu koffíni og tóbaki.

Flugrekendur

Flugrekendur geta meðal annars mótað og innleitt stefnu um forvarnir og skimun fyrir misnotkun geðvirkra efna af hálfu þeirra sem hann hefur í þjónustu sinni um borð og þeirra sem veita öryggisþjónustu vegna loftferða.

Eftirlit

Í venjubundnu eftirliti er Samgöngustofu hvenær sem er heimilt að framkvæma skimun fyrir geðvirkum efnum hjá ofangreindum starfsmönnum. Lögreglu er einnig heimilt að framkvæma skimun fyrir neyslu geðvirkra efna og aðstoða Samgöngustofu ef þörf krefur.

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa