Fara beint í efnið

Leyfi til líkbrennslu

Líkbrennsla má eingöngu fara fram í bálstofum sem viðurkenndar hafa verið af sýslumanni og sem hlotið hafa starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðisyfirvöldum.

Áður en líkbrennsla fer fram þarf sá sem sér um framkvæmd hennar að senda skriflega beiðni um málið til sýslumanns í umdæminu þar sem líkbrennslan á að fara fram.

Sýslumaður hefur samráð við lögreglustjóra áður en leyfi er veitt.

Kærufrestur

Heimilt er að kæra ákvarðanir sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku.

Lög og reglugerðir

Lög nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Reglugerð nr. 668/2007 um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu

Þjónustuaðili

Sýslu­menn