Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að versla með skotvopn og skotfæri

Umsókn til að versla með skotvopn og skotfæri

Lögaðilar og einstaklingar þurfa leyfi lögreglu til að versla með og selja skotvopn og skotfæri.

Skilyrði

Ábyrgðamaður

Einstaklingur með gilt skotvopnaleyfi þarf að gerast ábyrgðarmaður rekstrar hvað varðar framfylgd vopnalaga.

Húsnæði

Húsnæði þarf að uppfylla kröfur lögreglu um innbrotavarnir og þar skal vera öryggiskerfi tengt stjórnstöð viðurkennds öryggisfyrirtækis.

Einnig þarf húsnæði að standast kröfur eldvarnaeftirlits til slíks reksturs.

Umsókn

Upplýsingar sem þurfa að fylgja:

  • upplýsingar um ábyrgðaraðila, eins og nafn, kennitala, netfang og símanúmer

  • upplýsingar um fyrirtæki, eins og nafn og kennitölu framkvæmdastjóra og stjórnamanna

  • afrit af staðfestingu fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra um að umsækjandi sé skráður í fyrirtækjaskrá

  • aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri

Kostnaður

34.000 krónur

Gildistími

Hámark 5 ár

Öryggi og skráning

Með leyfinu fylgir skylda um að halda nákvæma skrá yfir öll skotvopn og skotfæri sem eru keypt eða seld.

Lögregla hefur eftirlit með skráningu og meðferð skotvopna og skotfæra.

Umsókn til að versla með skotvopn og skotfæri

Þjónustuaðili

Lögreglan