Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Endurnýjun á leyfi til að versla með skotvopn og skotfæri

Umsókn um endurnýjun til að versla með skotvopn og skotfæri

Sækja skal um áður en fyrra leyfi rennur út.

Ábyrgðarmaður fyrirtækis verður að vera með gilt skotvopnaleyfi.

Sömu kröfur eru gerðar við endurnýjun verslunarleyfis og við veitingu slíkra leyfa almennt.

Umsókn um endurnýjun

Upplýsingar sem þurfa að fylgja:

  • upplýsingar um umsækjanda, eins og nafn, kennitala, netfang og símanúmer

  • upplýsingar um ábyrgðarmann, eins og kennitala, símanúmer og netfang

  • upplýsingar um ábyrgðarmann, eins og nafn , netfang og símanúmer. Ábyrgðarmaður fyrirtækis verður að vera með gilt skotvopnaleyfi

  • upplýsingar um fyrirtæki, eins og nafn og kennitala framkvæmdastjóra og stjórnarmanna

  • afrit af staðfestingu frá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra um að umsækjandi sé skráður á fyrirtækjaskrá

Kostnaður

6.500 krónur

Gildistími

Hámark í 5 ár

Öryggi og skráning

Með leyfinu fylgir skylda um að halda nákvæma skrá yfir öll skotvopn og skotfæri sem eru keypt eða seld.

Lögregla hefur eftirlit með skráningu og meðferð skotvopna og skotfæra.

Umsókn um endurnýjun til að versla með skotvopn og skotfæri

Þjónustuaðili

Lögreglan