Leyfi til að framleiða skotvopn og skotfæri í atvinnuskyni
Almennt
Einstaklingur sem hyggst framleiða skotvopn eða skotfæri í atvinnuskyni þarf sérstakt leyfi lögreglu.
Undir framleiðslu telst:
nýsmíði og viðhald
viðgerðir og breytingar skotvopna
Lögaðili getur sömuleiðis fengið slíkt leyfi, en þá þarf að tilnefna einstakling sem uppfyllir þær kröfur sem hér er fjallað um.
Skilyrði
Umsækjandi þarf að:
vera með skotvopnaleyfi í gildi
geta sýnt fram á hæfni til framleiðslunnar eins og byssusmíðaréttindi frá viðurkenndum skóla eða meistararéttindi í rennismíði
Þar að auki þarf að:
hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu skotvopna
vera með öryggiskerfi tengt stjórnstöð hjá viðurkenndu öryggisfyrirtæki
vera með húsnæði sem stenst úttekt lögreglu, eldvarnaeftirlits og vinnueftirlits
Umsókn
Umsókn skal senda í tölvupósti á þitt umdæmi.
Í tölvupósti þarf að heimila lögreglu að skoða sakavottorð.
Lögregla skoðar málaskrá lögreglu og sakavottorð við vinnslu umsóknar.
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylgja:
staðfesting á viðurkenndri menntun og starfsreynslu
staðfesting á vöktun öryggiskerfis hjá viðurkenndu öryggisfyrirtæki
Kostnaður
56.000 krónur
Gildistími
Hámark 5 ár
Þjónustuaðili
Lögreglan