Nú er ekki lengur hægt að opna Mínar síður TR með íslykli. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ekki er lengur hægt að styðja við notkun íslykils á Ísland.is vegna alvarlegra veikleika og mikilvægi öruggrar innskráningar. Lokun íslykils er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkvæmra gagna þeirra sem nota þjónustu TR.