Fara beint í efnið

2. desember 2024

Eingreiðsla til ellilífeyrisþega

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til ellilífeyrisþega sem eru með 25 þúsund krónur eða minna í tekjur frá öðrum en TR á mánuði. Um 2.000 einstaklinga er að ræða sem mögulega eiga rétt á þessari greiðslu.

Teikning-Hjon - tryggingastofnun

Full upphæð eingreiðslunnar er 70.364 kr. sem er greidd til þeirra sem áttu greiðslurétt alla mánuði ársins 2024. Fjárhæðin er svo hlutfölluð eftir fjölda mánaða sem lífeyrisþegi átti greiðslurétt á árinu. Sjá nánar um hlutfallsskiptingu í töflu hér að neðan.

Stefnt er að birtingu laga vegna eingreiðslunnar þann 5. desember n.k. og verður hún greidd strax í kjölfarið. Látið verður vita ef tafir verða á greiðslunni hér á síðunni og Facebook síðu TR.

Allir sem munu eiga rétt á eingreiðslu munu fá tilkynningu þess efnis á Mínum síðum TR.

Réttur til eingreiðslunnar verður endurskoðaður þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins liggja fyrir við árlegt uppgjör sem mun almennt fara fram í maí 2025.

Tafla yfir greiðslurétt:

Fjöldi mánaða

Upphæð eingreiðslu

1

5.864 krónur

2

11.727 krónur

3

17.591 krónur

4

23.455 krónur

5

29.318 krónur

6

35.182 krónur

7

41.046 krónur

8

46.909 krónur

9

52.773 krónur

10

58.637 krónur

11

64.500 krónur

12

70.364 krónur