Leiðbeiningar um viðhald áhafnar (þjónustubók skipsins)
Leiðbeiningar um viðhald áhafnar (þjónustubók skipsins)
Leiðbeiningar um viðhald skipverja á björgunarbúnaði eða viðhaldsáætlun skips, sem nær til björgunarbúnaðar, skal vera um borð og viðhald framkvæmt samkvæmt þeim.
Leiðbeiningarnar skulu vera auðskiljanlegar, myndskreyttar þar sem hægt er og eftir því sem við á skulu innihalda eftirfarandi fyrir hvern búnað:
.1 gátlisti til notkunar við framkvæmd mánaðarlegs eftirlits áhafnar sem krafist er í reglu 20.7 í III. kafla SOLAS
.2 viðhalds- og viðgerðarleiðbeiningar (t.d. leiðbeiningar frá framleiðanda búnaðar);
.3 áætlun um reglubundið viðhald (t.d. olíuskipti á vél léttbáts, víra skipti í sjósetningarbúnaði);
.4 skýringarmynd af smurstöðum með ráðlögðum smurefnum;
.5 listi yfir varhluti sem hægt er að skipta um;
.6 skrá yfir söluaðili varahluta; og
.7 skrá yfir viðhald
Reglutilvísun: Reglugerð nr. 666/2001, III. kafli, regla 3.6 og 12. Þessar reglur vísa í SOLAS samþykktina, III. kafla, reglur 20 og 36.
.6 Leiðbeiningar um viðhald
Leiðbeiningar um viðhald skipverja á björgunarbúnaði eða viðhaldsáætlun skips, sem nær til björgunarbúnaðar,
skal vera um borð og viðhald framkvæmt samkvæmt þeim. Leiðbeiningarnar skulu uppfylla ákvæði SOLAS-reglu III/36.
Regla III/12 Ástand búnaðar, viðhald og skoðanir (R 20)
NÝ OG GÖMUL SKIP Í FLOKKI B, C OG D:
.1 Allur björgunarbúnaður skips skal vera í lagi og reiðubúinn til notkunar áður en skip leggur úr höfn og ávallt
þegar það er á siglingu.
.2 Viðhald og eftirlit með björgunarbúnaði skal fara fram í samræmi við ákvæði SOLAS-reglu III/20.
Skoðunaratriði:
3221 Þjónustubók skipsins

Þjónustuaðili
Samgöngustofa