Leiðbeiningar um rafræn eigendaskipti ökutækja
Leiðbeiningar um kaup og sölu ökutækja

Farið í vafra á slóðina samgongustofa.is.

Veljið Mínar síður.

Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum tengdum símanúmerinu þínu.

Þegar þú hefur skráð þig inn lendir þú á Mínum síðum. Veljið þar Eignir og tæki.

Í valmyndinni vinstra megin, veljið Ökutæki og þar undir, Ökutækin mín.

Þá mun birtast listi yfir þín ökutæki. Fyrir ofan listann, veljið Tilkynna eigendaskipti.

Ef fleiri en einn aðili (einstaklingur eða fyrirtæki) eru undir rafrænu skilríkjunum, veljið þann aðila sem er að selja ökutækið.

Hakið í þetta box til að samþykkja nauðsynlega söfnun gagna.

Veljið ökutækið sem þú ert að selja.

Skráið söluverð ökutækisins. Þetta er valkvætt en ef þetta er skráð inn þá birtist þetta sjálfkrafa á skattskýrslunni þinni og á skattskýrslu kaupandans.

Upplýsingar um þig, seljanda, birtast og þegar þú hefur gengið úr skugga um að þær séu réttar, veljið þá Halda áfram.

Hér þarf að fylla út upplýsingar um kaupanda. Einnig er hægt að bæta við meðeiganda eða umráðamanni með því að smella á viðkomandi hnapp.

Þegar búið er að fylla út upplýsingar um kaupanda og smella á Halda áfram birtist yfirlit yfir upphæðina sem þarf að greiða fyrir rafrænu eigendaskiptin. Upphæðin er samþykkt með því að ýta á Áfram.

Að lokum, setjið inn upplýsingar um greiðslukort og klárið greiðsluferlið.

Þá er þínum þætti lokið. Næst þarf kaupandi að ganga frá sínum málum innan 7 daga og að því loknu verða eigendaskiptin skráð.

Fari í vafra á slóðina samgongustofa.is.

Velið Mínar síður.

Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum tengdum símanúmerinu þínu.

Þegar þú hefur skráð þig inn lendir þú á Mínum síðum. Veljið þar Umsóknir.

Nú kemur upp Staða tilkynningar og þar geturðu samþykkt kaup ökutækisins. Smellið á Samþykki í bið.

Nú kemur upp Yfirlit eigendaskipta. Hér þarftu að velja þitt tryggingafélag með því að smella á Skrá tryggingafélag.

Veljið tryggingafélag úr listanum sem birtist þegar þú smellir á ljósbláa svæðið. Staðfestið með því að smella á Staðfesta tryggingafélag.

Nú kemur upp síða með staðfestingu. Til hamingju. Þú hefur lokið ferlinu við kaup á ökutæki.


Þjónustuaðili
Samgöngustofa