Leiðbeiningar um notkun búnaðar
Leiðbeiningar um notkun búnaðar
Björgunarbúnaður skal vera rétt merktur bæði hvað varðar staðsetningu og notkun. Dæmi má nefna staðsetningu sjósetningarbúnaðar fyrir björgunarför og leiðbeiningar um stjórntök sjósetningarbúnaðar til að hífa eða slaka léttbát eða öðrum björgunarförum.
Merkingar eiga að vera skýrar og sýnilegar. Flóttaleiðir, neyðarútgangar og mismunandi svæði í skipinu skulu merkt með viðeigandi spjaldi eins og sést á myndunum hér að neðan. Dæmi um svæði og staði í skipinu sem skulu merkt með spjöldum eru söfnunarstaður fyrir farþega á neyðarstundu, hvar sjósetning björgunarfara á sér stað eða hvar skuli farið um borð í björgunarför. Merkingarnar eiga að vera vel sýnilegar og upplýstar með neyðarlýsingu.
Spjöldinn eru fánaleg hérlendis og uppfylla kröfur í leiðbeiningum frá alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) í ályktunum A.760(18), A.1116(30).
(Myndir teknar úr IMO A760(18)).

Reglutilvísun: Reglugerð nr. 666/2001, III. Kafli, regla 3.4.
4 Leiðbeiningar um notkun búnaðar
Spjöld og merkingar skulu sett upp á eða við björgunarför og sjósetningarbúnað þeirra og skulu:
i. skýra tilgang stjórnbúnaðar og hvernig honum skal beitt og upplýsa um leiðbeiningar og viðvaranir,
ii. vera vel sýnileg við neyðarlýsingu,
iii. vera með táknum í samræmi við IMO-ályktun A.760(18), með áorðnum breytingum (samkvæmt
IMO-ályktun MSC.82(70)).
Skoðunaratriði:
3803 Merkingar / neyðarfyrirmæli

Þjónustuaðili
Samgöngustofa