Fara beint í efnið

Kröfur um ferðaskilríki

Útlendingar sem koma til landsins þurfa að hafa meðferðis gild ferðaskilríki eða kennivottorð sem heimila þeim för yfir landamæri.

Ríkisborgarar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar eru undanþegnir þessari kröfu við ferðalög milli Íslands og þessara landa. Athugið að undanþágan á aðeins við um för yfir landamæri en hefur ekki áhrif á skilríkjakröfur flugfélaga.

Ferðaskilríki ríkisborgara EES/EFTA-ríkja þurfa aðeins að hafa gildistíma umfram dvöl þeirra á Íslandi.

Ferðaskilríki eða kennivottorð ríkisborgara ríkja utan EES/EFTA þurfa

  • að hafa gildistíma í minnst þrjá mánuði umfram áætlaðan brottfarardag

  • að hafa verið gefin út á síðastliðnum 10 árum.

Ferðaskilríki eða kennivottorð ríkisborgara Bretlands þurfa

  • að hafa gildistíma í minnst þrjá mánuði umfram áætlaðan brottfarardag

  • að hafa verið gefin út á síðastliðnum 10 árum við komuna til Íslands.

Viðurkennd ferðaskilríki

Eftirtalin erlend kennivottorð eru viðurkennd sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til landsins og brottför:

  1. Ferðaskilríki fyrir flóttamenn sem gefið er út í samræmi við samning um réttarstöðu flótta-manna frá 28. júlí 1951. Ferðaskilríkið verður að vera gilt til ferðar til baka til útgáfuríkisins.

  2. Skilríki sem gefið er út af þar til bæru yfirvaldi til þess sem er ríkisfangslaus eða er ríkisborgari í öðru landi en því sem gefið hefur út skjalið, enda uppfylli það að öðru leyti skilyrði sem sett eru í III. kafla reglugerðar um útlendinga.

  3. Eftirtalin kennivottorð sem gefin eru út til ríkisborgara hlutaðeigandi lands:

    • Austurríki: Personalausweis, útgefið til ríkisborgara Austurríkis.

    • Belgía: Carte d'Identité (Identiteitskaart, Personalausweis, Identity card), útgefið til ríkisborgara Belgíu. Identiteitsdocument (Document d'identité, Identitätsdokument, Identity document), útgefið til belgískra barna undir 12 ára aldri, skilyrði er þó að barnið ferðist með foreldri sem ber fullnægjandi ferðaskilríki.

    • Búlgaría: Lichna karta (ЛИЧНА КАРТА, Identity card), útgefið til ríkisborgara Búlgaríu.

    • Eistland: Eesti Vabariik Isikutunnistus (Republic of Estonia Identity Card), útgefið til ríkisborgara Eistlands.

    • Finnland: Henkilökortti (Identitetskort, Identity Card), útgefið til ríkisborgara Finnlands.

    • Frakkland: Carte Nationale d'Identité, útgefið til ríkisborgara Frakklands.

    • Grikkland: Deltio Taytotitas (ΔΕΛΤΙΟ ΤΑΥΤΟΤΗΤΑΣ), útgefið til ríkisborgara Grikklands.

    • Holland: Nederlandse Identiteitskaart (Identity card, Carte d'identité), útgefið til ríkisborgara Hollands.

    • Írland: Pas/Passport/Passeport (vegabréfskort (e. passport card)), útgefið til ríkisborgara Írlands.

    • Ítalía: Carta d'Identità, útgefið til ríkisborgara Ítalíu.

    • Króatía: Osobna iskaznica (Identity Card), útgefið til ríkisborgara Króatíu.

    • Kýpur: Deltio Taytotitas (ΔΕΛΤΙΟ ΤΑΥΤΟΤΗΤΑΣ, Kimlik Karti, Identity Card), útgefið til ríkisborgara Kýpur.

    • Lettland: Personas apliecība (Personal Identity Card), útgefið til ríkisborgara Lettlands.

    • Liechtenstein: Liechtenstein Identitätskarte (Carte d'Identité, Carta d'Identità), útgefið til ríkisborgara Liechtenstein.

    • Litháen: Asmens tapatybés kortelé (Personal Identity Card), útgefið til ríkisborgara Litháen.

    • Lúxemborg: Lúxemborg Carte d'Identité (Identity Card, Personalausweis), útgefið til ríkisborgara Lúxemborgar.

    • Malta: Karta Ta'l-Identità, útgefið til ríkisborgara Möltu.

    • Mónakó: Carte d'Indentité (Identity Card), útgefið til ríkisborgara Mónakó.

    • Noregur: ID-Kort (National ID Card) útgefið til ríkisborgara Noregs.

    • Portúgal: Bilhete de Identidade de Cidadão Nacional (Carte d'Identité, Identity card of national citizen) og Cartão de Cidadão (citizen card), útgefið til ríkisborgara Portúgal.

    • Pólland: Rzeczpospolita Polska Dowód Osobisty (Republic of Poland Identity Card), útgefið til ríkisborgara Póllands.

    • Rúmenía: Carte d'Identite (Carte de identitate, Identity card), útgefið til ríkisborgara Rúmeníu.

    • Slóvakía: Obciansky Preukaz (Identification Card), útgefið til ríkisborgara Slóvakíu.

    • Slóvenía: Osebna Izkaznica (Identity Card), útgefið til ríkisborgara Slóveníu.

    • Spánn: Documento Nacional de Identidad (DNI), útgefið til ríkisborgara Spánar.

    • Sviss: Carte d'Identité Citoyen Suisse (Identitätskarte Schweizerbürger, Carta d'Identità Cittadino Svizzero), útgefið til ríkisborgara Sviss. Identitätskarte (Carte d'Identité, Carta d'Identità, Carta d'Identitad, Identity Card), útgefið eftir 30. júní 1994 til ríkisborgara Sviss. Laissez-passer, útgefið til ríkisborgara Sviss.

    • Svíþjóð: Nationellt identitetskort (National Identity Card, Carte nationale d'identité), útgefið til ríkisborgara Svíþjóðar.

    • Tékkland: Občanský průkaz (Czech Republic Identification Card), útgefið til ríkisborgara Tékklands.

    • Ungverjaland: Személyazonosító Igazolvány (Identity card), útgefið til ríkisborgara Ungverjalands.

    • Þýskaland: Personalausweis (Identity card, Carte d'Identite), Vorläufiger Personalausweis (Identity card, Carte d'identite), útgefið til ríkisborgara Þýskalands og Reiseausweis als Passersatz. Ef ferðaskilríkið er án ljósmyndar af handhafa er áskilið að útrunnu vegabréfi eða Personalausweis verði jafnframt framvísað.

  4. Sjóferðabók (seaman's book, seafarer's identity document) sem gefin er út í samræmi við ILO-samninga um persónuskilríki sjómanna nr. 108 frá 1958 eða 185 frá 2003 ásamt skjölum sem sýna fram á skráningu í eða úr skipsrúmi, í íslenskri eða erlendri höfn.

  5. Áhafnarskírteini fyrir flugáhafnir sem gefin eru út af þar til bæru yfirvaldi í aðildarríki að Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) ef handhafar þess sýna fram á að þeir séu skráðir í áhöfn loftfars sem er á Íslandi.

  6. NATO „Travel Order - Ordre de Mission OTAN“ (fyrir starfsmenn NATO sem hafa stöðu hermanna), enda hafi handhafi herkennivottorð og sérstök eða sameiginleg ferðafyrirmæli NATO.

  7. „Leave order“ NATO, enda hafi handhafi herkennivottorð og gilda ferðaheimild til Íslands. Skilríkið veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að þrjá mánuði.

  8. Ferðabréf (laissez-passer) Sameinuðu þjóðanna fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sérstofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ef handhafar eru á ferðalagi í þágu framangreindra stofnana og þeir framvísa jafnframt ferðabréfi, yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eða þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá, um að þeir séu að reka erindi Sameinuðu þjóðanna eða viðkomandi stofnunar.

  9. Gild ferðabréf (Ausweis, Laissez-passer, Lascia-passare) sem gefin eru út af Evrópusambandinu.

  10. Gild ferðabréf fyrir íbúa Kosovo (UNMIK Travel Document) sem gefin eru út af skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK - United Nations Mission in Kosovo).

  11. Gild ferðaskilríki sem gefin eru út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1953 um samevrópskt ferðaskilríki vegna endursendinga ríkisborgara þriðju landa sem ekki hafa rétt til dvalar.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru í samræmi við viðauka 3 við reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017, að teknu tilliti til síðari breytinga.

Lista yfir ferðaskilríki gefin út af þriðju ríkjum, sem viðurkennd eru af aðildarríkjum Schengen-svæðisins, er að finna á vef Evrópusambandsins: Travel documents issued by third countries and territorial entities (Part I)

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun